Rukkuð af borginni fyrir að efna til mótmæla við Austurvöll Baldur Guðmundsson skrifar 14. desember 2017 08:00 Dóra Björt bendir á að það sé stjórnarskrárvarinn réttur hennar að mótmæla. vísir/Ernir „Það er rosalega alvarlegt að ég þurfi sjálf að segja þeim hver minn stjórnarskrárbundni réttur er,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra Pírata. Dóra fékk á dögunum senda 20.500 króna rukkun frá Reykjavíkurborg fyrir afnot af borgarlandinu þegar hún, ásamt fleirum, efndi til mótmæla á Austurvelli vegna fyrirhugaðrar sameiningar Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Mótmælin fóru fram 28. maí. Innheimtan, sem borgin féll frá eftir athugasemdir Dóru, gengur í berhögg við stefnu borgarinnar í þessum málum. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að um mistök hafi verið að ræða. Í viðtali við hann á mbl.is í fyrra kom fram að ekki væri greitt grunngjald fyrir afnot af borgarlandi þegar um mótmæli væri að ræða. „Á þessu máli er borgaralegur vinkill sem snýst um rétt fólks í lýðræðisríki til að mótmæla,“ hafði mbl.is eftir Bjarna. Hann bætti hins vegar við að það væri spurning hver ætti að greiða fyrir kostnað sem félli á borgina vegna þjónustu sem inna þyrfti af hendi í tengslum við mótmælasamkomur, svo sem vegna lokana gatna, aðgangi að rafmagni eða uppsetningu sviðs. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að afstaða borgarinnar hafi ekki breyst heldur hafi verið um mistök að ræða, sem nú hafi verið leiðrétt. Honum er ekki kunnugt um að fleiri mótmælendur hafi fengið rukkun sem þessa vegna sambærilegra viðburða. Í tölvuskeyti til borgarinnar, sem Dóra sendi eftir að henni barst ítrekun vegna málsins, vísaði hún til þess að það væri stjórnarskrárvarinn réttur hennar að mótmæla. Henni þætti óeðlilegt ef mótmælarétturinn væri takmarkaður með þessum hætti. Það stríddi gegn stjórnarskrá. Í 74. grein stendur: „Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir.“ Þá segir í 73. grein að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og í sömu grein að tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Á vef borgarinnar er meðal annars tekið fram að þeir sem vilja fá afnot af almenningsgörðum, svo sem Austurvelli, þurfi að sækja um afnotaleyfi. Þetta eigi líka við um útifundi og samkomur. Ekkert er þar tekið fram um mótmælafundi. Dóra nefnir að á alþjóðavísu sé sums staðar mjög sótt að borgaralegum réttindum fólks, og nefnir Bandaríkin sem dæmi. Hún óttist að fleiri hafi fengið rukkun á borð við þá sem hún fékk og segir að slíkt háttalag væri hamlandi fyrir frelsi fólks til að mótmæla. Þá bendir hún á að þeir sem mótmæli séu oft hópar sem standi höllum fæti í samfélaginu og að 20 þúsund króna gjald geti verið hár þröskuldur. Hún segir að í aðdraganda mótmælanna hafi hún hringt til að láta borgina vita af viðburðinum og hafi í kjölfarið verið beðin um að fylla út eyðublað. „Ég vildi gera þetta rétt svo þeir gætu passað upp á öryggi og hugað að þeim málum sem þörf krefur þegar fólk kemur saman.“ Hún bendir á að hún hafi áður staðið fyrir mótmælum en að í það skipti hafi hún ekki verið rukkuð. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. 19. maí 2017 13:25 Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
„Það er rosalega alvarlegt að ég þurfi sjálf að segja þeim hver minn stjórnarskrárbundni réttur er,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra Pírata. Dóra fékk á dögunum senda 20.500 króna rukkun frá Reykjavíkurborg fyrir afnot af borgarlandinu þegar hún, ásamt fleirum, efndi til mótmæla á Austurvelli vegna fyrirhugaðrar sameiningar Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Mótmælin fóru fram 28. maí. Innheimtan, sem borgin féll frá eftir athugasemdir Dóru, gengur í berhögg við stefnu borgarinnar í þessum málum. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að um mistök hafi verið að ræða. Í viðtali við hann á mbl.is í fyrra kom fram að ekki væri greitt grunngjald fyrir afnot af borgarlandi þegar um mótmæli væri að ræða. „Á þessu máli er borgaralegur vinkill sem snýst um rétt fólks í lýðræðisríki til að mótmæla,“ hafði mbl.is eftir Bjarna. Hann bætti hins vegar við að það væri spurning hver ætti að greiða fyrir kostnað sem félli á borgina vegna þjónustu sem inna þyrfti af hendi í tengslum við mótmælasamkomur, svo sem vegna lokana gatna, aðgangi að rafmagni eða uppsetningu sviðs. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að afstaða borgarinnar hafi ekki breyst heldur hafi verið um mistök að ræða, sem nú hafi verið leiðrétt. Honum er ekki kunnugt um að fleiri mótmælendur hafi fengið rukkun sem þessa vegna sambærilegra viðburða. Í tölvuskeyti til borgarinnar, sem Dóra sendi eftir að henni barst ítrekun vegna málsins, vísaði hún til þess að það væri stjórnarskrárvarinn réttur hennar að mótmæla. Henni þætti óeðlilegt ef mótmælarétturinn væri takmarkaður með þessum hætti. Það stríddi gegn stjórnarskrá. Í 74. grein stendur: „Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir.“ Þá segir í 73. grein að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og í sömu grein að tálmanir á tjáningarfrelsi megi aldrei í lög leiða. Á vef borgarinnar er meðal annars tekið fram að þeir sem vilja fá afnot af almenningsgörðum, svo sem Austurvelli, þurfi að sækja um afnotaleyfi. Þetta eigi líka við um útifundi og samkomur. Ekkert er þar tekið fram um mótmælafundi. Dóra nefnir að á alþjóðavísu sé sums staðar mjög sótt að borgaralegum réttindum fólks, og nefnir Bandaríkin sem dæmi. Hún óttist að fleiri hafi fengið rukkun á borð við þá sem hún fékk og segir að slíkt háttalag væri hamlandi fyrir frelsi fólks til að mótmæla. Þá bendir hún á að þeir sem mótmæli séu oft hópar sem standi höllum fæti í samfélaginu og að 20 þúsund króna gjald geti verið hár þröskuldur. Hún segir að í aðdraganda mótmælanna hafi hún hringt til að láta borgina vita af viðburðinum og hafi í kjölfarið verið beðin um að fylla út eyðublað. „Ég vildi gera þetta rétt svo þeir gætu passað upp á öryggi og hugað að þeim málum sem þörf krefur þegar fólk kemur saman.“ Hún bendir á að hún hafi áður staðið fyrir mótmælum en að í það skipti hafi hún ekki verið rukkuð.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. 19. maí 2017 13:25 Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. 19. maí 2017 13:25
Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39