Fyrrverandi forstjóri Tals rýfur þögnina: „Skíthrædd um sjálfa mig og ófætt barnið“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 13. desember 2017 12:22 Ragnhildur Ágústsdóttir. Ragnhildur Ágústsdóttir rýfur þögnina í kjölfar #metoo byltingarinnar í pistli á Kjarnanum þar sem hún greinir frá því þegar henni var vikið úr starfi forstjóra hjá fjarskiptafyrirtæki árið 2009. Hún lýsir því hvernig hún var boðuð á fund, lokuð inni og neydd til þess að skrifa undir samning varðandi uppsögn hennar. Fjallað var um það í fjölmiðlum á sínum tíma, árið 2009, þegar Ragnhildi var vikið úr starfi. Um var að ræða fjarskiptafyrirtækið Tal en töluverð átök brutust út hjá fyrirtækinu sem fjallað var um. Ragnhildur kærði Jóhann Óla Guðmundsson, annan eigenda fyrirtækisins og lögmann hans, til lögreglu og sakaði þá um frelsissviptingu. Fékk ekki að fara út án þess að skrifa undir Ragnhildur hafði verið beðin að taka við starfi forstjóra eftir að alvarlegur trúnaðarbrestur hafði skapast á milli fyrrverandi forstjóra og stjórnar fyrirtækisins. Var hún barnshafandi á þeim tíma svo henni fannst rétt að árétta það við stjórnina. Stjórnin hélt bóninni til streitu og ákvað hún, eftir að hafa ráðfært sig við eiginmann sinn, að þiggja boðið. Ragnhildur segir að á fyrsta fundi með nýrri stjórn, sem haldinn var í desember 2008, hafi fulltrúi minnihlutaeigenda fyrirtækisins sagt að hún hefði enga hugmynd hvað hún væri búin að koma sér út í. Í febrúar 2009 hafi hún verið boðuð á fundinn örlagaríka. „Ég var ekki fyrr komin inn í herbergið en að hurðinni var lokað á eftir mér og lagt fyrir mig plagg sem mér var gert að lesa. Ég settist tortryggin niður og las fyrstu línurnar en spurði svo hvað væri eiginlega um að vera. Þá tók hæstaréttarlögmaðurinn umbúðalaust til máls og greindi frá því að um væri að ræða brottvikningu úr starfi þar sem ráðning mín í starf forstjóra hafi verið ólögmæt og að ég þurfi að kvitta undir plaggið.“ Hún hafi ekki sagst ætla að skrifa undir neitt án þess að heyra í lögfræðingi sínum fyrst. „Ég tók upp farsímann til að hringja í lögfræðinginn minn sem ég hafði ráðfært mig við varðandi mína stöðu nokkrum vikum áður. Ég náði sambandi við skiptiborðið, kynnti mig og bað um samband og skömmu síðar svaraði lögfræðingurinn með nafni en þá slitnaði sambandið. Ég hringdi strax aftur en heyrði þá rödd svara: „Lokað hefur verið fyrir þetta símanúmer“. Ragnhildur telur augljóst að þeir sem voru inni í herberginu með henni hafi látið loka símanúmeri hennar. Ætlaði hún að yfirgefa herbergið og hringja úr skrifstofusíma sínum. Þá hafi hæstarréttarlögmaðurinn stigið ákveðið fyrir framan dyrnar, ýtt henni í sætið og sagt: „Þú ferð ekki út úr þessu herbergi fyrr en þú ert búin að skrifa undir þetta plagg.“ Hún segir þá ekki hafa haggast í ákvörðun sinni og ákvað hún eftir eina, til eina og hálfa klukkustund, að skrifa undir plaggið, að því gefnu að það stæðist lög og reglur. Jóhann Óli og lögfræðingurinn Stefán Geir Þórisson þvertóku fyrir það, í viðtali við Morgunblaðið árið 2009, að hafa meinað Ragnhildi útgöngu. „Við sögðum henni bara að lesa þetta [uppsagnarbréf og úrskurð fjármálaráðuneytisins um að skráning Tals hefði verið röng hjá fyrirtækjaskrá] og láta ekki svona. Þessi fundur fór í alla staði mjög skikkanlega fram,“ segir Jóhann Óli. „Kjarni málsins hér eru lögbrot Teymis og menn mega ekki gleyma því,“ segir hann. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.ibs Brotnaði saman á skrifstofu lögfræðings síns Eftir að hafa skrifað undir plaggið gekk Ragnhildur rakleiðis út úr byggingunni og fékk að hringja hjá góðum vini sínum sem starfaði fyrir annað fjarskiptafyrirtæki í grenndinni. Hún hringdi í lögfræðing sinn og fékk að líta við á skrifstofu hans. Þegar á skrifstofu lögfræðingsins var komið segist Ragnhildur hafa brotnað saman. „Ég mun aldrei gleyma vanmáttartilfinningunni sem ég fann fyrir á því augnabliki. Eftir að hafa farið yfir atburðarásina héldum við saman á lögreglustöðina í skýrslutöku þar sem ég lagði fram formlega kæru um frelsissviptingu á hendur mönnunum tveimur.“ Fundur nýs forstjóra haldinn á meðan hún skrifaði undir Ragnhildur komst að því stuttu seinna að á meðan henni var haldið inni í fundarherberginu hafi nýr forstjóri, Hermann Jónasson, valsað inn í fyrirtækið og boðað til starfsmannafundar. Var starfsmönnum þar tjáð að Ragnhildur hafi látið af störfum og að hann væri tekinn við. Hún segist ekki hafa séð manninn þann dag og því ekki getað lagt fram á kæru á hendur honum. Hún velkist ekki í vafa um að hann hafi verið vitorðsmaður mannanna tveggja sem neyddu hana til þess að skrifa undir plaggið. Hermann sat í stól forstjóra Tal næstu átján mánuði eða svo. Því næst hafi hann farið í bankageirann þar sem hann vann sem stjórnandi. „[...]þar til hann var settur í leyfi eftir að upp komu ásakanir um kynferðislega áreitni gagnvart nokkrum kvenkyns starfsmönnum bankans. Smávægileg umfjöllun varð um það mál í fjölmiðlum en málið náði aldrei neinum hæðum.“ Hún segist hins vegar hafa átt erfitt að sætta sig við það þegar maðurinn var ráðinn forsvarsmaður opinberrar stofnunar eftir hans vafasömu fortíð. Vísar Ragnhildur til þess þegar Hermann var ráðinn forstjóri Íbúðalánasjóðs. Hún segir tilgang pistilsins ekki að draga fram tiltekna gerendur í dagsljósið heldur að taka þátt í vitundarvakningu kvenna í #metoo byltingunni. „Ég hef álasað sjálfa mig fyrir að hafa þagað yfir málinu. Að hafa ekki sagt frá og þar með lagt mitt á vogarskálarnar til að forða því að menn af þessu tagi kæmust í áhrifastöður. Að hafa með þögninni stefnt öðrum konum í hættu. En ekki lengur. Tíminn þagnarinnar er liðinn. Við verðum, sem þjóðfélag, að rísa upp gegn kúltúr sem lætur einstaklinga halda að þeir geti traðkað yfir annað fólk á skítugum skónum. Við verðum, sem þjóð, að krefjast þess að virðing sé borin fyrir öllum og standa vörð um þá hugsjón,“ segir hún að lokum. Lesa má aðsenda grein Ragnhildar í heild á Kjarnanum hér. MeToo Tengdar fréttir Stjórnarformaður Tals vísar gagnrýni á bug Meirihluti stjórnar tók ákvörðun um það að segja Hermanni upp störfum og ráða nýjan forstjóra og sú ákvörðun stendur, segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals. 5. janúar 2009 13:26 Rannsakar hvort samkeppnislög hafi verið brotin Húsleitir Samkeppniseftirlitsins á skrifstofum Teymis, Vodafone og Tals í dag eru liður í rannsókn á ætluðum brotum fyrirtækjanna. Í þeirri ákvörðun var mælt fyrir um skilyrði fyrir samruna Hive og Sko, sem nú starfa undir merkjum Tals. 7. janúar 2009 16:01 Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Segir annan eiganda Tals hafa haldið sér nauðugri Ragnhildur Ágústsdóttir, sem á fimmtudag var vikið úr starfi sem forstjóri Tals, hefur kært Jóhann Óla Guðmundsson, annan aðaleiganda Tals, og lögmann hans fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrðir að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. 28. febrúar 2009 00:01 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Ragnhildur Ágústsdóttir rýfur þögnina í kjölfar #metoo byltingarinnar í pistli á Kjarnanum þar sem hún greinir frá því þegar henni var vikið úr starfi forstjóra hjá fjarskiptafyrirtæki árið 2009. Hún lýsir því hvernig hún var boðuð á fund, lokuð inni og neydd til þess að skrifa undir samning varðandi uppsögn hennar. Fjallað var um það í fjölmiðlum á sínum tíma, árið 2009, þegar Ragnhildi var vikið úr starfi. Um var að ræða fjarskiptafyrirtækið Tal en töluverð átök brutust út hjá fyrirtækinu sem fjallað var um. Ragnhildur kærði Jóhann Óla Guðmundsson, annan eigenda fyrirtækisins og lögmann hans, til lögreglu og sakaði þá um frelsissviptingu. Fékk ekki að fara út án þess að skrifa undir Ragnhildur hafði verið beðin að taka við starfi forstjóra eftir að alvarlegur trúnaðarbrestur hafði skapast á milli fyrrverandi forstjóra og stjórnar fyrirtækisins. Var hún barnshafandi á þeim tíma svo henni fannst rétt að árétta það við stjórnina. Stjórnin hélt bóninni til streitu og ákvað hún, eftir að hafa ráðfært sig við eiginmann sinn, að þiggja boðið. Ragnhildur segir að á fyrsta fundi með nýrri stjórn, sem haldinn var í desember 2008, hafi fulltrúi minnihlutaeigenda fyrirtækisins sagt að hún hefði enga hugmynd hvað hún væri búin að koma sér út í. Í febrúar 2009 hafi hún verið boðuð á fundinn örlagaríka. „Ég var ekki fyrr komin inn í herbergið en að hurðinni var lokað á eftir mér og lagt fyrir mig plagg sem mér var gert að lesa. Ég settist tortryggin niður og las fyrstu línurnar en spurði svo hvað væri eiginlega um að vera. Þá tók hæstaréttarlögmaðurinn umbúðalaust til máls og greindi frá því að um væri að ræða brottvikningu úr starfi þar sem ráðning mín í starf forstjóra hafi verið ólögmæt og að ég þurfi að kvitta undir plaggið.“ Hún hafi ekki sagst ætla að skrifa undir neitt án þess að heyra í lögfræðingi sínum fyrst. „Ég tók upp farsímann til að hringja í lögfræðinginn minn sem ég hafði ráðfært mig við varðandi mína stöðu nokkrum vikum áður. Ég náði sambandi við skiptiborðið, kynnti mig og bað um samband og skömmu síðar svaraði lögfræðingurinn með nafni en þá slitnaði sambandið. Ég hringdi strax aftur en heyrði þá rödd svara: „Lokað hefur verið fyrir þetta símanúmer“. Ragnhildur telur augljóst að þeir sem voru inni í herberginu með henni hafi látið loka símanúmeri hennar. Ætlaði hún að yfirgefa herbergið og hringja úr skrifstofusíma sínum. Þá hafi hæstarréttarlögmaðurinn stigið ákveðið fyrir framan dyrnar, ýtt henni í sætið og sagt: „Þú ferð ekki út úr þessu herbergi fyrr en þú ert búin að skrifa undir þetta plagg.“ Hún segir þá ekki hafa haggast í ákvörðun sinni og ákvað hún eftir eina, til eina og hálfa klukkustund, að skrifa undir plaggið, að því gefnu að það stæðist lög og reglur. Jóhann Óli og lögfræðingurinn Stefán Geir Þórisson þvertóku fyrir það, í viðtali við Morgunblaðið árið 2009, að hafa meinað Ragnhildi útgöngu. „Við sögðum henni bara að lesa þetta [uppsagnarbréf og úrskurð fjármálaráðuneytisins um að skráning Tals hefði verið röng hjá fyrirtækjaskrá] og láta ekki svona. Þessi fundur fór í alla staði mjög skikkanlega fram,“ segir Jóhann Óli. „Kjarni málsins hér eru lögbrot Teymis og menn mega ekki gleyma því,“ segir hann. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs.ibs Brotnaði saman á skrifstofu lögfræðings síns Eftir að hafa skrifað undir plaggið gekk Ragnhildur rakleiðis út úr byggingunni og fékk að hringja hjá góðum vini sínum sem starfaði fyrir annað fjarskiptafyrirtæki í grenndinni. Hún hringdi í lögfræðing sinn og fékk að líta við á skrifstofu hans. Þegar á skrifstofu lögfræðingsins var komið segist Ragnhildur hafa brotnað saman. „Ég mun aldrei gleyma vanmáttartilfinningunni sem ég fann fyrir á því augnabliki. Eftir að hafa farið yfir atburðarásina héldum við saman á lögreglustöðina í skýrslutöku þar sem ég lagði fram formlega kæru um frelsissviptingu á hendur mönnunum tveimur.“ Fundur nýs forstjóra haldinn á meðan hún skrifaði undir Ragnhildur komst að því stuttu seinna að á meðan henni var haldið inni í fundarherberginu hafi nýr forstjóri, Hermann Jónasson, valsað inn í fyrirtækið og boðað til starfsmannafundar. Var starfsmönnum þar tjáð að Ragnhildur hafi látið af störfum og að hann væri tekinn við. Hún segist ekki hafa séð manninn þann dag og því ekki getað lagt fram á kæru á hendur honum. Hún velkist ekki í vafa um að hann hafi verið vitorðsmaður mannanna tveggja sem neyddu hana til þess að skrifa undir plaggið. Hermann sat í stól forstjóra Tal næstu átján mánuði eða svo. Því næst hafi hann farið í bankageirann þar sem hann vann sem stjórnandi. „[...]þar til hann var settur í leyfi eftir að upp komu ásakanir um kynferðislega áreitni gagnvart nokkrum kvenkyns starfsmönnum bankans. Smávægileg umfjöllun varð um það mál í fjölmiðlum en málið náði aldrei neinum hæðum.“ Hún segist hins vegar hafa átt erfitt að sætta sig við það þegar maðurinn var ráðinn forsvarsmaður opinberrar stofnunar eftir hans vafasömu fortíð. Vísar Ragnhildur til þess þegar Hermann var ráðinn forstjóri Íbúðalánasjóðs. Hún segir tilgang pistilsins ekki að draga fram tiltekna gerendur í dagsljósið heldur að taka þátt í vitundarvakningu kvenna í #metoo byltingunni. „Ég hef álasað sjálfa mig fyrir að hafa þagað yfir málinu. Að hafa ekki sagt frá og þar með lagt mitt á vogarskálarnar til að forða því að menn af þessu tagi kæmust í áhrifastöður. Að hafa með þögninni stefnt öðrum konum í hættu. En ekki lengur. Tíminn þagnarinnar er liðinn. Við verðum, sem þjóðfélag, að rísa upp gegn kúltúr sem lætur einstaklinga halda að þeir geti traðkað yfir annað fólk á skítugum skónum. Við verðum, sem þjóð, að krefjast þess að virðing sé borin fyrir öllum og standa vörð um þá hugsjón,“ segir hún að lokum. Lesa má aðsenda grein Ragnhildar í heild á Kjarnanum hér.
MeToo Tengdar fréttir Stjórnarformaður Tals vísar gagnrýni á bug Meirihluti stjórnar tók ákvörðun um það að segja Hermanni upp störfum og ráða nýjan forstjóra og sú ákvörðun stendur, segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals. 5. janúar 2009 13:26 Rannsakar hvort samkeppnislög hafi verið brotin Húsleitir Samkeppniseftirlitsins á skrifstofum Teymis, Vodafone og Tals í dag eru liður í rannsókn á ætluðum brotum fyrirtækjanna. Í þeirri ákvörðun var mælt fyrir um skilyrði fyrir samruna Hive og Sko, sem nú starfa undir merkjum Tals. 7. janúar 2009 16:01 Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Segir annan eiganda Tals hafa haldið sér nauðugri Ragnhildur Ágústsdóttir, sem á fimmtudag var vikið úr starfi sem forstjóri Tals, hefur kært Jóhann Óla Guðmundsson, annan aðaleiganda Tals, og lögmann hans fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrðir að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. 28. febrúar 2009 00:01 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Stjórnarformaður Tals vísar gagnrýni á bug Meirihluti stjórnar tók ákvörðun um það að segja Hermanni upp störfum og ráða nýjan forstjóra og sú ákvörðun stendur, segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals. 5. janúar 2009 13:26
Rannsakar hvort samkeppnislög hafi verið brotin Húsleitir Samkeppniseftirlitsins á skrifstofum Teymis, Vodafone og Tals í dag eru liður í rannsókn á ætluðum brotum fyrirtækjanna. Í þeirri ákvörðun var mælt fyrir um skilyrði fyrir samruna Hive og Sko, sem nú starfa undir merkjum Tals. 7. janúar 2009 16:01
Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43
Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00
Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00
Segir annan eiganda Tals hafa haldið sér nauðugri Ragnhildur Ágústsdóttir, sem á fimmtudag var vikið úr starfi sem forstjóri Tals, hefur kært Jóhann Óla Guðmundsson, annan aðaleiganda Tals, og lögmann hans fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrðir að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. 28. febrúar 2009 00:01