Trump heimilar hernum að fjárfesta í flugskýlunum á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2017 11:27 Donald Trump skrifaði undir frumvarpið í vitna viðurvist. Vísir/Getty Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30