Uppnám í Alabama Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:57 Doug Jones var holdgervingur hamingjunnar á kosningafundi sínum í nótt. Vísir/AFP Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. Hann hlaut 51 prósent atkvæða gegn 49 prósentum mótframbjóðanda síns. Þetta kom nokkuð á óvart því demókrati hefur ekki setið á þingi fyrir ríkið í heil 25 ár og kusu íbúar Alabama repúblikanann Donald Trump með nokkrum yfirburðum í síðustu forsetakosningum. Jones var reyndar að etja kappi við einn umdeildasta stjórnmálamann landsins. Roy Moore hafði verið sakaður ítrekað um kynferðislegt áreiti í garð ungra kvenna og jafnvel barna auk þess sem skoðanir hans teljast lengst til hægri í bandarískum stjórnmálum. Trump forseti studdi Moore í baráttunni en allt kom fyrir ekki og Jones vann.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Þrátt fyrir að um 99 prósent atkvæða hafa verið talin og að allt bendi til sigurs Jones neitar Moore að játa sig sigraðan. Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að þrátt fyrir að hann og framboð sitt hafi fengið ósanngjarna gagnrýni á síðustu mánuðum ættu þeir ekki að gefast upp. Munurinn á milli frambjóðendanna væri svo lítill að enn væri möguleiki á endurtalningu. Þó svo að Moore neiti að játa ósigur sinn hefur Bandaríkjaforseti sent Doug Jones hamingjuóskir á Twitter. Hann segir jafnframt að Repúblikanir þurfi ekki að örvænta, þeir muni fá annað tækifæri mjög fljótlega.Congratulations to Doug Jones on a hard fought victory. The write-in votes played a very big factor, but a win is a win. The people of Alabama are great, and the Republicans will have another shot at this seat in a very short period of time. It never ends!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. Hann hlaut 51 prósent atkvæða gegn 49 prósentum mótframbjóðanda síns. Þetta kom nokkuð á óvart því demókrati hefur ekki setið á þingi fyrir ríkið í heil 25 ár og kusu íbúar Alabama repúblikanann Donald Trump með nokkrum yfirburðum í síðustu forsetakosningum. Jones var reyndar að etja kappi við einn umdeildasta stjórnmálamann landsins. Roy Moore hafði verið sakaður ítrekað um kynferðislegt áreiti í garð ungra kvenna og jafnvel barna auk þess sem skoðanir hans teljast lengst til hægri í bandarískum stjórnmálum. Trump forseti studdi Moore í baráttunni en allt kom fyrir ekki og Jones vann.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Þrátt fyrir að um 99 prósent atkvæða hafa verið talin og að allt bendi til sigurs Jones neitar Moore að játa sig sigraðan. Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að þrátt fyrir að hann og framboð sitt hafi fengið ósanngjarna gagnrýni á síðustu mánuðum ættu þeir ekki að gefast upp. Munurinn á milli frambjóðendanna væri svo lítill að enn væri möguleiki á endurtalningu. Þó svo að Moore neiti að játa ósigur sinn hefur Bandaríkjaforseti sent Doug Jones hamingjuóskir á Twitter. Hann segir jafnframt að Repúblikanir þurfi ekki að örvænta, þeir muni fá annað tækifæri mjög fljótlega.Congratulations to Doug Jones on a hard fought victory. The write-in votes played a very big factor, but a win is a win. The people of Alabama are great, and the Republicans will have another shot at this seat in a very short period of time. It never ends!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent