Rússar sigri hrósandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Hinn 189 sentimetra hái Bashar al-Assad , Sýrlandsforseti, tók á móti hinum 170 sentimetra háa Vladimír Pútín, Rússlandsforseta. Nordicphotos/AFP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann hefði skipað varnarmálaráðherra sínum að kalla herlið Rússa aftur heim. „Ég hef tekið ákvörðun í þessu máli. Stærsti hluti rússneska herliðsins í Sýrlandi er á leiðinni heim til Rússlands,“ sagði Pútín sem staddur er í Sýrlandi. Rússar munu þó enn hafa aðstöðu fyrir lofther sinn þar í landi en í júlí síðastliðnum lögfestu þeir samkomulag sem gert var við ríkisstjórn Sýrlands um að Rússar fengju að hafa herstöð í Sýrlandi í nærri hálfa öld, hið minnsta. Heimsókn forsetans var óvænt en Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússa, tók á móti honum á herflugvelli Rússa í Hmeimim. Stuðningur Rússa við ríkisstjórn Assads hefur hjálpað stjórnarhernum mikið í baráttunni við uppreisnarmenn. Rússar hafa þó ekki einungis hjálpað Assad í baráttunni gegn ISIS heldur hafa loftárásir þeirra einnig beinst gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki, þó ekki að jafnmiklu leyti og uppreisnarmönnum að því er Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Loftárásir Rússa í Sýrlandi hófust í september 2015 og var markmiðið að koma á stöðugleika undir stjórn Assads sem þá hafði beðið ósigur í allnokkrum orrustum. Sögðust Rússar eingöngu einbeita sér að því að ráðast gegn hryðjuverkamönnum á meðan óháð félagasamtök og aktívistar sögðu þá ráðast á almenna borgara. Bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights héldu því til að mynda fram á sunnudag að loftárásir Rússa hefðu kostað 6.328 almenna borgara lífið, þar af 1.537 börn. Einna mest áberandi orrustan sem Rússar aðstoðuðu Assad-liða við var um borgina Aleppo. Eftir nærri tveggja ára loftárásir rússneska hersins endurheimti stjórnarherinn borgina af uppreisnarmönnum í desember 2016. Að sögn eftirlitsmanna Mannréttindastofnunar SÞ fórust hundruð almennra borgara í loftárásunum auk þess sem spítalar, skólar og markaðir eyðilögðust. Yfirvöld í Moskvu hafa þó hafnað því að hafa drepið almenna borgara. Ljóst er að Rússar hrósa sigri í stríðinu í Sýrlandi en í síðustu viku sagði forsetinn að liðsmenn ISIS flýðu svæðið. Í gær varaði Rússinn ISIS-liða við því að skjóta aftur upp kollinum. „Þá myndum við gera árásir ólíkar öllu sem þeir hafa nokkurn tímann séð,“ sagði Pútín. Þess er skemmst að minnast að í október tilkynnti varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu, um að með aðstoð rússneska hersins hefði stjórnarherinn endurheimt rúmlega 500.000 ferkílómetra af íslamska ríkinu. Í greiningu BBC á þeim ummælum kemur fram að þau ummæli hljóti að vera röng þar sem viðurkennt landsvæði Sýrlands spanni einungis 185.000 ferkílómetra. Því hefðu Sýrlendingar þurft að margfalda fyrra landsvæði sitt með 2,5 til að fá sömu útkomu og Shoigu tilkynnti um. Orðspor Rússa, með tilliti til hernaðar og milliríkjasamskipta, hefur styrkst eftir að afskipti þeirra af borgarastríðinu í Sýrlandi hófust, að því er BBC hefur greint frá. Þrátt fyrir gagnrýni óháðra félagasamtaka og ýmissa vestrænna ríkja eru Rússar í lykilstöðu þegar að ákvörðunum um framtíð Sýrlands kemur. Pútín er í forsvari fyrir bandalagi Rússlands, Írans og Tyrklands og hefur grafið undan ítökum Bandaríkjamanna á svæðinu. Pútín mun nær örugglega tryggja sér endurkjör á næsta ári en hann tilkynnti nýlega að hann hygðist sækjast eftir öðru kjörtímabili. Sé farið aftur til ársins 2013 finnst ekki stór skoðanakönnun þar sem forsetinn mælist með minna en 42 prósenta fylgi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann hefði skipað varnarmálaráðherra sínum að kalla herlið Rússa aftur heim. „Ég hef tekið ákvörðun í þessu máli. Stærsti hluti rússneska herliðsins í Sýrlandi er á leiðinni heim til Rússlands,“ sagði Pútín sem staddur er í Sýrlandi. Rússar munu þó enn hafa aðstöðu fyrir lofther sinn þar í landi en í júlí síðastliðnum lögfestu þeir samkomulag sem gert var við ríkisstjórn Sýrlands um að Rússar fengju að hafa herstöð í Sýrlandi í nærri hálfa öld, hið minnsta. Heimsókn forsetans var óvænt en Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússa, tók á móti honum á herflugvelli Rússa í Hmeimim. Stuðningur Rússa við ríkisstjórn Assads hefur hjálpað stjórnarhernum mikið í baráttunni við uppreisnarmenn. Rússar hafa þó ekki einungis hjálpað Assad í baráttunni gegn ISIS heldur hafa loftárásir þeirra einnig beinst gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki, þó ekki að jafnmiklu leyti og uppreisnarmönnum að því er Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Loftárásir Rússa í Sýrlandi hófust í september 2015 og var markmiðið að koma á stöðugleika undir stjórn Assads sem þá hafði beðið ósigur í allnokkrum orrustum. Sögðust Rússar eingöngu einbeita sér að því að ráðast gegn hryðjuverkamönnum á meðan óháð félagasamtök og aktívistar sögðu þá ráðast á almenna borgara. Bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights héldu því til að mynda fram á sunnudag að loftárásir Rússa hefðu kostað 6.328 almenna borgara lífið, þar af 1.537 börn. Einna mest áberandi orrustan sem Rússar aðstoðuðu Assad-liða við var um borgina Aleppo. Eftir nærri tveggja ára loftárásir rússneska hersins endurheimti stjórnarherinn borgina af uppreisnarmönnum í desember 2016. Að sögn eftirlitsmanna Mannréttindastofnunar SÞ fórust hundruð almennra borgara í loftárásunum auk þess sem spítalar, skólar og markaðir eyðilögðust. Yfirvöld í Moskvu hafa þó hafnað því að hafa drepið almenna borgara. Ljóst er að Rússar hrósa sigri í stríðinu í Sýrlandi en í síðustu viku sagði forsetinn að liðsmenn ISIS flýðu svæðið. Í gær varaði Rússinn ISIS-liða við því að skjóta aftur upp kollinum. „Þá myndum við gera árásir ólíkar öllu sem þeir hafa nokkurn tímann séð,“ sagði Pútín. Þess er skemmst að minnast að í október tilkynnti varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu, um að með aðstoð rússneska hersins hefði stjórnarherinn endurheimt rúmlega 500.000 ferkílómetra af íslamska ríkinu. Í greiningu BBC á þeim ummælum kemur fram að þau ummæli hljóti að vera röng þar sem viðurkennt landsvæði Sýrlands spanni einungis 185.000 ferkílómetra. Því hefðu Sýrlendingar þurft að margfalda fyrra landsvæði sitt með 2,5 til að fá sömu útkomu og Shoigu tilkynnti um. Orðspor Rússa, með tilliti til hernaðar og milliríkjasamskipta, hefur styrkst eftir að afskipti þeirra af borgarastríðinu í Sýrlandi hófust, að því er BBC hefur greint frá. Þrátt fyrir gagnrýni óháðra félagasamtaka og ýmissa vestrænna ríkja eru Rússar í lykilstöðu þegar að ákvörðunum um framtíð Sýrlands kemur. Pútín er í forsvari fyrir bandalagi Rússlands, Írans og Tyrklands og hefur grafið undan ítökum Bandaríkjamanna á svæðinu. Pútín mun nær örugglega tryggja sér endurkjör á næsta ári en hann tilkynnti nýlega að hann hygðist sækjast eftir öðru kjörtímabili. Sé farið aftur til ársins 2013 finnst ekki stór skoðanakönnun þar sem forsetinn mælist með minna en 42 prósenta fylgi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira