Stafar enn ógn af starfsemi ISIS Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Þessar afgönsku konur voru í heljargreipum sorgarinnar eftir hryðjuverkaárás gærdagsins þegar fjórir tugir Afgana létust í sprengingu. vísir/afp Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“ Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“
Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52
Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49
ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent