Færri en þúsund vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eru eftir í Írak og Sýrlandi. Frá þessu mati sínu greindi hernaðarbandalagið gegn ISIS, sem Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir, í gær.
Vel hefur gengið í baráttunni gegn ISIS og hafa samtökin misst höfuðvígi sín í ríkjunum tveimur á árinu. Bæði Írakar og Sýrlendingar hafa nýverið lýst yfir sigri í stríðinu gegn samtökunum og nú er unnið að því að endurheimta alla þá bæi sem ISIS-liðar höfðu sölsað undir sig.
Flestir þeirra vígamanna sem eftir eru eru nú hundeltir í eyðimörkum Austur-Sýrlands og Vestur-Íraks.
Færri en þúsund ISIS-liðar eftir
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
