Með hækkandi sól Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 27. desember 2017 11:30 Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar