Áttræð hættir að hjúkra jafnöldrum til að komast í ræktina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. desember 2017 21:00 Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira