Fleiri hafa dvalið í Kvennaathvarfinu í ár en síðustu ár eða að meðaltali tuttugu og fimm konur og börn. Yfir hátíðirnar verða tíu konur og tíu börn í athvarfinu.
„Svo getur það fjölgað og breyst eftir því sem líður á daginn og hátíðirnar sjálfar,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Íslenskar konur og börn eru í athvarfinu yfir jólin en einnig koma konurnar frá hinum ýmsu löndum. Jólin eru því alþjóðleg og jólasiðirnir margbreytilegir.
Því það eru auðvitað konur þarna sem hafa aldrei haldið jól áður og eru ekki kunnugar fyrirbærinu jól og eru að halda sín fyrstu jól. Svo eru auðvitað allir jól sem svona óhefðbundin fjölskylda,“ segir Sigþrúður.
Í hádeginu verður veisla með möndlugraut og hefðbundinn jólamatur í kvöld og þá fá allir pakka.
„Það eru algjör allsnægtarjól hjá okkur þetta árið. Það eru gríðarlega margir búnir að hugsa hlýlega til okkar og komið heilu farmarnir af sendingum handa öllum þannig að það á ekki að væsa um neinn.“