Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2017 10:05 Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. vísir/stefán Búast má við mikilli umferð við kirkjugarðana í Reykjavík, Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð, í dag, aðfangadag. Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir að það sem fólk þurfi helst að hafa í huga í dag sé að gefa sér tíma til að fara í garðinn. Mesta traffíkin er á milli klukkan 10 og 14 í dag en þúsundir landsmanna leggja leið sína í kirkjugarðana í kringum jólin. „Fólk var byrjað að koma hér strax upp úr klukkan átta í morgun. Garðarnir eru í raun opnir allan sólarhringinn yfir hátíðirnar þannig að fólk getur komið hvenær sem er,“ segir Kári í samtali við Vísi. Hann bendir á að lokað verði fyrir alla bílaumferð um Fossvogskirkjugarð frá klukkan 10 til 14 vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda og slysahættum. Er ökumönnum bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Klettaskóla, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Þá er mikilvægt að hafa í huga að aðeins ein leið er til og frá Fossvogskirkjugarði. Lögreglan stjórnar umferð bæði í Fossvoginum og svo við Gufuneskirkjugarð. Aðkoma að þeim garði verðu aðeins frá Hallsvegi. Verður umferðinni inn í garðinn stýrt og verðu um nokkurs konar hringakstur að ræða. Farið er út úr kirkjugarðinum norðan megin og inn á Borgaveg. Eru ökumenn beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Aðspurður segir Kári að töluverð umferð hafi verið í garðana í gær og einnig undanfarna viku svo margir hafa verið snemma á ferðinni að vitja leiða ástvina sinna. „Það hefur verið þróunin undanfarin ár að fólk komi fyrr í garðana þannig að þetta dreifist meir. Hér áður fyrr var það meira þannig að allir komu á sama tíma á aðfangadag,“ segir Kári. Á vefsíðunni gardur.is er hægt að fletta upp hvar leiðin eru og nálgast kort af kirkjugörðunum. Hér má sjá kort af Gufuneskirkjugarði og svo kort hér af Fossvogskirkjugarði. Jól Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Búast má við mikilli umferð við kirkjugarðana í Reykjavík, Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð, í dag, aðfangadag. Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir að það sem fólk þurfi helst að hafa í huga í dag sé að gefa sér tíma til að fara í garðinn. Mesta traffíkin er á milli klukkan 10 og 14 í dag en þúsundir landsmanna leggja leið sína í kirkjugarðana í kringum jólin. „Fólk var byrjað að koma hér strax upp úr klukkan átta í morgun. Garðarnir eru í raun opnir allan sólarhringinn yfir hátíðirnar þannig að fólk getur komið hvenær sem er,“ segir Kári í samtali við Vísi. Hann bendir á að lokað verði fyrir alla bílaumferð um Fossvogskirkjugarð frá klukkan 10 til 14 vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda og slysahættum. Er ökumönnum bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Klettaskóla, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Þá er mikilvægt að hafa í huga að aðeins ein leið er til og frá Fossvogskirkjugarði. Lögreglan stjórnar umferð bæði í Fossvoginum og svo við Gufuneskirkjugarð. Aðkoma að þeim garði verðu aðeins frá Hallsvegi. Verður umferðinni inn í garðinn stýrt og verðu um nokkurs konar hringakstur að ræða. Farið er út úr kirkjugarðinum norðan megin og inn á Borgaveg. Eru ökumenn beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Aðspurður segir Kári að töluverð umferð hafi verið í garðana í gær og einnig undanfarna viku svo margir hafa verið snemma á ferðinni að vitja leiða ástvina sinna. „Það hefur verið þróunin undanfarin ár að fólk komi fyrr í garðana þannig að þetta dreifist meir. Hér áður fyrr var það meira þannig að allir komu á sama tíma á aðfangadag,“ segir Kári. Á vefsíðunni gardur.is er hægt að fletta upp hvar leiðin eru og nálgast kort af kirkjugörðunum. Hér má sjá kort af Gufuneskirkjugarði og svo kort hér af Fossvogskirkjugarði.
Jól Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira