Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2017 10:05 Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. vísir/stefán Búast má við mikilli umferð við kirkjugarðana í Reykjavík, Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð, í dag, aðfangadag. Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir að það sem fólk þurfi helst að hafa í huga í dag sé að gefa sér tíma til að fara í garðinn. Mesta traffíkin er á milli klukkan 10 og 14 í dag en þúsundir landsmanna leggja leið sína í kirkjugarðana í kringum jólin. „Fólk var byrjað að koma hér strax upp úr klukkan átta í morgun. Garðarnir eru í raun opnir allan sólarhringinn yfir hátíðirnar þannig að fólk getur komið hvenær sem er,“ segir Kári í samtali við Vísi. Hann bendir á að lokað verði fyrir alla bílaumferð um Fossvogskirkjugarð frá klukkan 10 til 14 vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda og slysahættum. Er ökumönnum bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Klettaskóla, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Þá er mikilvægt að hafa í huga að aðeins ein leið er til og frá Fossvogskirkjugarði. Lögreglan stjórnar umferð bæði í Fossvoginum og svo við Gufuneskirkjugarð. Aðkoma að þeim garði verðu aðeins frá Hallsvegi. Verður umferðinni inn í garðinn stýrt og verðu um nokkurs konar hringakstur að ræða. Farið er út úr kirkjugarðinum norðan megin og inn á Borgaveg. Eru ökumenn beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Aðspurður segir Kári að töluverð umferð hafi verið í garðana í gær og einnig undanfarna viku svo margir hafa verið snemma á ferðinni að vitja leiða ástvina sinna. „Það hefur verið þróunin undanfarin ár að fólk komi fyrr í garðana þannig að þetta dreifist meir. Hér áður fyrr var það meira þannig að allir komu á sama tíma á aðfangadag,“ segir Kári. Á vefsíðunni gardur.is er hægt að fletta upp hvar leiðin eru og nálgast kort af kirkjugörðunum. Hér má sjá kort af Gufuneskirkjugarði og svo kort hér af Fossvogskirkjugarði. Jól Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Búast má við mikilli umferð við kirkjugarðana í Reykjavík, Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð, í dag, aðfangadag. Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir að það sem fólk þurfi helst að hafa í huga í dag sé að gefa sér tíma til að fara í garðinn. Mesta traffíkin er á milli klukkan 10 og 14 í dag en þúsundir landsmanna leggja leið sína í kirkjugarðana í kringum jólin. „Fólk var byrjað að koma hér strax upp úr klukkan átta í morgun. Garðarnir eru í raun opnir allan sólarhringinn yfir hátíðirnar þannig að fólk getur komið hvenær sem er,“ segir Kári í samtali við Vísi. Hann bendir á að lokað verði fyrir alla bílaumferð um Fossvogskirkjugarð frá klukkan 10 til 14 vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda og slysahættum. Er ökumönnum bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Klettaskóla, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Þá er mikilvægt að hafa í huga að aðeins ein leið er til og frá Fossvogskirkjugarði. Lögreglan stjórnar umferð bæði í Fossvoginum og svo við Gufuneskirkjugarð. Aðkoma að þeim garði verðu aðeins frá Hallsvegi. Verður umferðinni inn í garðinn stýrt og verðu um nokkurs konar hringakstur að ræða. Farið er út úr kirkjugarðinum norðan megin og inn á Borgaveg. Eru ökumenn beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Aðspurður segir Kári að töluverð umferð hafi verið í garðana í gær og einnig undanfarna viku svo margir hafa verið snemma á ferðinni að vitja leiða ástvina sinna. „Það hefur verið þróunin undanfarin ár að fólk komi fyrr í garðana þannig að þetta dreifist meir. Hér áður fyrr var það meira þannig að allir komu á sama tíma á aðfangadag,“ segir Kári. Á vefsíðunni gardur.is er hægt að fletta upp hvar leiðin eru og nálgast kort af kirkjugörðunum. Hér má sjá kort af Gufuneskirkjugarði og svo kort hér af Fossvogskirkjugarði.
Jól Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira