Mikill vöxtur á netverslun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 19:56 Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur. Neytendur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur.
Neytendur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira