„Við vorum búin að bíða eftir þessari litlu konu og það var eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2017 19:30 Eva Laufey og Haraldur eru svo sannarlega rík. Vísir / Úr einkasafni „Því fleiri dagar sem líða frá fæðingu því meira læðist sú hugsun að eignast mögulega eitt í viðbót, ef við verðum svo heppin. Hver veit?“ segir matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Hún er í fæðingarorlofi sem stendur, en hún eignaðist sitt annað barn, dótturina Kristínu Rannveigu, þann 8. september síðastliðinn með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni. Fyrir áttu þau hjónin dótturina Ingibjörgu Rósu, sem kom í heiminn þann 6. júlí árið 2014, og fagnaði því þriggja ára afmæli sínu síðasta sumar. Þó stutt sé á milli stúlknanna segir Eva Laufey að bæði meðgöngurnar og fæðingarnar hafi verið gerólíkar. Hún nefnir helst að tíminn hafi liðið afskaplega hratt á seinni meðgöngunni. „Í fyrsta skipti er maður jú vitanlega að upplifa þetta í fyrsta sinn og þá vorum við svolítið í því að telja dagana. Núna þaut þetta áfram, enda áttum við eina fjöruga þriggja ára sem heldur okkur alveg við efnið. Vissulega fannst mér þó tíminn standa í stað í lokin – en þá var ég orðin svolítið slæm í bakinu, sem ég var ekki á fyrstu meðgöngunni, og gat eiginlega ekki beðið eftir að litla daman mætti í heiminn. Og fæðingin gekk einmitt mjög hratt. Við vorum mætt upp á spítala um 17.00 og hún er fædd rétt yfir 20.00. Ég rétt náði að stoppa við í sjoppu á leiðinni uppá spítala og kaupa mér Snickers fyrir átökin. Ég vissi að súkkulaði kæmi mér hratt í gegnum þetta,“ segir Eva Laufey og brosir sínu blíðasta. Eva Laufey og litla Kristín Rannveig á góðri stundu.Vísir / Úr einkasafni Næstum því búin að gleyma næturgjöfunum En voru mikil viðbrigði að bæta við öðru barni eins og svo margir tala um? „Í raun og veru ekki, fyrir utan það að ég var svona hér um bil búin að gleyma þessum gjöfum á nóttunni,“ segir Eva Laufey og hlær. „En við vorum búin að bíða eftir þessari litlu konu og það var eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur. Við kunnum aðeins á þetta núna og erum miklu rólegri, það er eiginlega ekki hægt að bera það saman við það að eiga fyrsta barn. Nú þorum við til dæmis að tala upphátt á heimilinu, en fyrstu mánuði með þá eldri var hún í fanginu á mér nánast allan daginn og við þorðum ekki að hreyfa okkur né tala svo við myndum ekki vekja hana. Það er aðeins öðruvísi núna, enda á hún fjöruga systur!“ Stoltur faðir með nýjasta afkvæmið.Vísir / Úr einkasafni Stóra systir algjör ráðskona Eldri dóttir Evu Laufeyjar, hún Ingibjörg Rósa, heitir í höfuðið á ömmum sínum, en sú yngri, Kristín Rannveig, í höfuðið á langömmum sínum. Ingibjörg Rósa hefur tekið litlu systur sinni afar vel. „Hún er búin að vera svo dugleg að við eigum varla orð yfir henni, hún tekur þessu með mikilli alvöru og er algjör ráðskona. Það eina var kannski að hún var fyrst um sinn aðeins skapmeiri við okkur foreldra sína, en alltaf ljúf og góð við litlu systur og elskar að fá að knúsast í henni,“ segir Eva Laufey og bætir við að þær systur séu nokkuð líkar. Systurnar hittast í fyrsta sinn. Dýrmæt stund.Vísir / Úr einkasafni „Þær eiga það sameiginlegt að vera ósköp værar og góðar. Kristín Rannveig er aðeins rólegri og sefur aðeins meira. Hún tekur bæði snuð og pela, sem eldri systir hennar gerði ekki og það er vissulega svolítil breyting. Ég þarf að klípa mig oft á dag og minna mig á það hvað ég er heppin með þær – heilbrigðar og hraustar,“ segir stolt móðirin. Hún kemst auðvitað ekki hjá því að svara spurningunni um hverjum dæturnar líkjast. „Sú eldri, Ingibjörg Rósa, er líkari mér finnst okkur og sú yngri er eiginlega alveg eins og pabbi sinn. Sú eldri fæddist með lítið hár og það varð strax ljóst, en þessi yngri mætti í heiminn með mikið og dökkt hár. Ég hugsa að Ingibjörg Rósa sé einnig líkari mér í sér og ég hef lúmskan grun um að Kristín Rannveig verði aðeins rólegri, eins og pabbi sinn. Það er ágætt að við skiptum þessu jafnt á milli okkar,“ segir þessi hæfileikaríka kona og glottir. Kristín Rannveig dafnar vel.Vísir / Úr einkasafni Besta vinkonan líka í orlofi Eva Laufey verður í sex til sjö mánuði í fæðingarorlofi og snýr aftur til vinnu á Stöð 2 í vor. Hún hefur einbeitt sér að því að njóta tímans í orlofinu, þó hún hafi tekið að sér smærri verkefni við og við. „Ég hef fyrst og fremst bara verið að njóta þess að vera heima með stelpunum mínum, þessi tími er svo fljótur að líða. Algjör klisja að segja frá því en það er staðreynd, mér finnst ég svo heppin að búa á Íslandi þar sem við konur höfum tækifæri til þess að fá að vera í góðu fæðingarorlofi og ég vil helst nýta hverja mínútu sem ég fæ hér heima með stelpunum mínum að vera bara með þeim. Að vísu hef ég tekið að mér smá verkefni með tengd mat og ég er auðvitað með bloggsíðu þar sem ég deili áfram efninu mínu. En það er auðvitað áhugamálið mitt og ástríða og í raun engin vinna þannig séð fyrir mig. Fyrst og fremst reyni ég bara að njóta þess að vera með stelpunum. Ég er líka svo heppin að besta vinkona mín er samferða mér í orlofinu, hún eignaðist tvíbura nokkrum dögum á eftir mér og það er sko miklu meira en dásamlegt að geta notið orlofsins með henni og öðrum góðum vinkonum sem eru heima með lítil börn,“ segir Eva Laufey. Falleg mynd af mæðgunum.Vísir / Úr einkasafni Ný og skemmtileg verkefni En hvernig lítur árið 2018 út hjá þessari kraftmiklu konu sem virðist allt geta? „Það er ýmislegt framundan, ég mætti aftur til vinnu í mars eða apríl á Stöð 2 og hlakka mikið til að takast á við ný og skemmtileg verkefni. Ég hef góða tilfinningu fyrir 2018 og markmið ársins er að halda áfram að gera það sem mér þykir skemmtilegast og eyða meiri tíma með fólkinu mínu.“ Ingibjörg Rósa kíkir á litlu systur sína.Vísir / Úr einkasafni Börn og uppeldi Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
„Því fleiri dagar sem líða frá fæðingu því meira læðist sú hugsun að eignast mögulega eitt í viðbót, ef við verðum svo heppin. Hver veit?“ segir matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Hún er í fæðingarorlofi sem stendur, en hún eignaðist sitt annað barn, dótturina Kristínu Rannveigu, þann 8. september síðastliðinn með eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni. Fyrir áttu þau hjónin dótturina Ingibjörgu Rósu, sem kom í heiminn þann 6. júlí árið 2014, og fagnaði því þriggja ára afmæli sínu síðasta sumar. Þó stutt sé á milli stúlknanna segir Eva Laufey að bæði meðgöngurnar og fæðingarnar hafi verið gerólíkar. Hún nefnir helst að tíminn hafi liðið afskaplega hratt á seinni meðgöngunni. „Í fyrsta skipti er maður jú vitanlega að upplifa þetta í fyrsta sinn og þá vorum við svolítið í því að telja dagana. Núna þaut þetta áfram, enda áttum við eina fjöruga þriggja ára sem heldur okkur alveg við efnið. Vissulega fannst mér þó tíminn standa í stað í lokin – en þá var ég orðin svolítið slæm í bakinu, sem ég var ekki á fyrstu meðgöngunni, og gat eiginlega ekki beðið eftir að litla daman mætti í heiminn. Og fæðingin gekk einmitt mjög hratt. Við vorum mætt upp á spítala um 17.00 og hún er fædd rétt yfir 20.00. Ég rétt náði að stoppa við í sjoppu á leiðinni uppá spítala og kaupa mér Snickers fyrir átökin. Ég vissi að súkkulaði kæmi mér hratt í gegnum þetta,“ segir Eva Laufey og brosir sínu blíðasta. Eva Laufey og litla Kristín Rannveig á góðri stundu.Vísir / Úr einkasafni Næstum því búin að gleyma næturgjöfunum En voru mikil viðbrigði að bæta við öðru barni eins og svo margir tala um? „Í raun og veru ekki, fyrir utan það að ég var svona hér um bil búin að gleyma þessum gjöfum á nóttunni,“ segir Eva Laufey og hlær. „En við vorum búin að bíða eftir þessari litlu konu og það var eins og hún hefði alltaf verið hjá okkur. Við kunnum aðeins á þetta núna og erum miklu rólegri, það er eiginlega ekki hægt að bera það saman við það að eiga fyrsta barn. Nú þorum við til dæmis að tala upphátt á heimilinu, en fyrstu mánuði með þá eldri var hún í fanginu á mér nánast allan daginn og við þorðum ekki að hreyfa okkur né tala svo við myndum ekki vekja hana. Það er aðeins öðruvísi núna, enda á hún fjöruga systur!“ Stoltur faðir með nýjasta afkvæmið.Vísir / Úr einkasafni Stóra systir algjör ráðskona Eldri dóttir Evu Laufeyjar, hún Ingibjörg Rósa, heitir í höfuðið á ömmum sínum, en sú yngri, Kristín Rannveig, í höfuðið á langömmum sínum. Ingibjörg Rósa hefur tekið litlu systur sinni afar vel. „Hún er búin að vera svo dugleg að við eigum varla orð yfir henni, hún tekur þessu með mikilli alvöru og er algjör ráðskona. Það eina var kannski að hún var fyrst um sinn aðeins skapmeiri við okkur foreldra sína, en alltaf ljúf og góð við litlu systur og elskar að fá að knúsast í henni,“ segir Eva Laufey og bætir við að þær systur séu nokkuð líkar. Systurnar hittast í fyrsta sinn. Dýrmæt stund.Vísir / Úr einkasafni „Þær eiga það sameiginlegt að vera ósköp værar og góðar. Kristín Rannveig er aðeins rólegri og sefur aðeins meira. Hún tekur bæði snuð og pela, sem eldri systir hennar gerði ekki og það er vissulega svolítil breyting. Ég þarf að klípa mig oft á dag og minna mig á það hvað ég er heppin með þær – heilbrigðar og hraustar,“ segir stolt móðirin. Hún kemst auðvitað ekki hjá því að svara spurningunni um hverjum dæturnar líkjast. „Sú eldri, Ingibjörg Rósa, er líkari mér finnst okkur og sú yngri er eiginlega alveg eins og pabbi sinn. Sú eldri fæddist með lítið hár og það varð strax ljóst, en þessi yngri mætti í heiminn með mikið og dökkt hár. Ég hugsa að Ingibjörg Rósa sé einnig líkari mér í sér og ég hef lúmskan grun um að Kristín Rannveig verði aðeins rólegri, eins og pabbi sinn. Það er ágætt að við skiptum þessu jafnt á milli okkar,“ segir þessi hæfileikaríka kona og glottir. Kristín Rannveig dafnar vel.Vísir / Úr einkasafni Besta vinkonan líka í orlofi Eva Laufey verður í sex til sjö mánuði í fæðingarorlofi og snýr aftur til vinnu á Stöð 2 í vor. Hún hefur einbeitt sér að því að njóta tímans í orlofinu, þó hún hafi tekið að sér smærri verkefni við og við. „Ég hef fyrst og fremst bara verið að njóta þess að vera heima með stelpunum mínum, þessi tími er svo fljótur að líða. Algjör klisja að segja frá því en það er staðreynd, mér finnst ég svo heppin að búa á Íslandi þar sem við konur höfum tækifæri til þess að fá að vera í góðu fæðingarorlofi og ég vil helst nýta hverja mínútu sem ég fæ hér heima með stelpunum mínum að vera bara með þeim. Að vísu hef ég tekið að mér smá verkefni með tengd mat og ég er auðvitað með bloggsíðu þar sem ég deili áfram efninu mínu. En það er auðvitað áhugamálið mitt og ástríða og í raun engin vinna þannig séð fyrir mig. Fyrst og fremst reyni ég bara að njóta þess að vera með stelpunum. Ég er líka svo heppin að besta vinkona mín er samferða mér í orlofinu, hún eignaðist tvíbura nokkrum dögum á eftir mér og það er sko miklu meira en dásamlegt að geta notið orlofsins með henni og öðrum góðum vinkonum sem eru heima með lítil börn,“ segir Eva Laufey. Falleg mynd af mæðgunum.Vísir / Úr einkasafni Ný og skemmtileg verkefni En hvernig lítur árið 2018 út hjá þessari kraftmiklu konu sem virðist allt geta? „Það er ýmislegt framundan, ég mætti aftur til vinnu í mars eða apríl á Stöð 2 og hlakka mikið til að takast á við ný og skemmtileg verkefni. Ég hef góða tilfinningu fyrir 2018 og markmið ársins er að halda áfram að gera það sem mér þykir skemmtilegast og eyða meiri tíma með fólkinu mínu.“ Ingibjörg Rósa kíkir á litlu systur sína.Vísir / Úr einkasafni
Börn og uppeldi Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira