Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 17:36 Sérstakur aukafundur var haldinn í allsherjarþinginu í dag. Vísir/AFP Ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni. Alls greiddu 128 af 193 ríkjum atkvæði með tillögunni þrátt fyrir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að svipta ríki sem greiddu atkvæði gegn honum fjárstuðningi, að því er kemur fram í frétt BBC. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá en níu kusu á móti Ályktunin er ekki bindandi en New York Times lýsir samþykkt hennar sem „stingandi ávítum“ fyrir ríkisstjórn Trump. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn í ályktuninni en hún beinist að ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Ísraels stjórnvöld hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og kallaði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra, allsherjarþingið „hús lyganna“ í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram á sérstökum aukafundi í allsherjarþinginu sem araba- og múslimaríki óskuðu eftir. Svipuð tillaga var felld í öryggisráðinu með neitunarvaldi Bandaríkjamanna á mánudag. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Auk Bandaríkjanna og Ísraels greiddu Gvatemala, Nárú, Hondúras, Marshall-eyjar, Palá og Tógó atkvæði gegn ályktuninni. Tengdar fréttir Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ályktun þar sem þess er krafist að Bandaríkjastjórn dragi til baka ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ísland greiddi atkvæði með tillögunni. Alls greiddu 128 af 193 ríkjum atkvæði með tillögunni þrátt fyrir hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að svipta ríki sem greiddu atkvæði gegn honum fjárstuðningi, að því er kemur fram í frétt BBC. Þrjátíu og fimm ríki sátu hjá en níu kusu á móti Ályktunin er ekki bindandi en New York Times lýsir samþykkt hennar sem „stingandi ávítum“ fyrir ríkisstjórn Trump. Bandaríkin eru ekki nefnd á nafn í ályktuninni en hún beinist að ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Ísraels stjórnvöld hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og kallaði Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra, allsherjarþingið „hús lyganna“ í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram á sérstökum aukafundi í allsherjarþinginu sem araba- og múslimaríki óskuðu eftir. Svipuð tillaga var felld í öryggisráðinu með neitunarvaldi Bandaríkjamanna á mánudag. Hin fjórtán ríkin sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Auk Bandaríkjanna og Ísraels greiddu Gvatemala, Nárú, Hondúras, Marshall-eyjar, Palá og Tógó atkvæði gegn ályktuninni.
Tengdar fréttir Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Ætla að skrá svikin niður Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. 21. desember 2017 09:15
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43