Erlent

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir

Atli Ísleifsson skrifar
Zeid Ra'ad al-Hussein tók við stöðunni í september 2014.
Zeid Ra'ad al-Hussein tók við stöðunni í september 2014. Vísir/AFP
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra'ad al-Hussein, hyggst láta af starfi á næsta ári. Í bréfi til starfsliðs síns segir Hussain að hann muni ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil með vísun í þær „landfræðipólitísku aðstæður“ sem nú eru uppi.

New York Times greinir frá ákvörðun jórdanska prinsins Hussein sem tók við stöðunni í september 2014 af hinni suður-afrísku Navi Pillay.

Hussein hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkjaforseta síðustu mánuði, en Donald Trump er þó ekki nefndur sérstaklega á nafn í bréfinu til starfsmanna.

Mikið hefur verið fjallað um að Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hafi þrýst á Hussein að dempa gagnrýni sína á Bandaríkjastjórn þegar kemur að mannréttindamálum.


Tengdar fréttir

Rússar halda áfram loftárásum á Aleppo

Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna harmar að Rússar hafi komið í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti að loftárásum á Aleppo í Sýrlandi skyldi hætt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×