Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2017 11:45 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn er Maður ársins 2017 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Vísir/Kristó Grímur Grímsson er maður ársins 2017 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Kosning á milli þeirra tíu sem hlutu flestar tilnefningar stóð yfir um hátíðarnar og greiddu á sautjánda þúsund manns atkvæði. Grímur sem er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar. Leiddi rannsóknin til handtöku og að lokum nítján ára fangelsisdóms yfir grænlenskum skipverja, Thomasi Möller Olsen. Þótti hann sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum.Önnur sem voru tilnefnd: Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson - saman undir merkjum #höfum hátt, þátttakendur í #MeToo, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Inga Sæland formaður flokksins, John Snorri Sigurjónsson göngugarpur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur, Stefán Karl Stefánsson leikari og Vilborg Arna Gissurardóttir göngugarpur.Sækist ekki eftir sviðsljósi „Það er óhætt að segja það. Ég sækist ekki eftir sviðsljósi. Ég hef stundum sagt það síðustu mánuði að mig langar miklu meira til þess að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina, heldur en að það sé tekið eftir manni,“ sagði Grímur í viðtali hjá í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Hann sagðist finna fyrir því að þjóðin þekki hann og að titillinn maður ársins sé mjög sérstakur fyrir sig.Grímur sagði marga hafa komið að rannsókninni á morðinu á Birnu og að allir hefðu haft sitt hlutverk. Eitt væri að hafa yfirumsjón og annað að leggjast yfir gögn. Hann sagði um 45 manns vera í sinni deild og þar gætu jafnvel verið tvöfalt fleiri. Allt að hundrað manns.„Það má segja það og ég get tekið undir það með þér að það vantar mannskap. Hins vegar er það þannig að við reynum að hafa skipulagið með þeim hætti að geta tekist á við þau verkefni sem að á okkar herðar eru lögð og tekið á þeim sómasamlega. Við reynum bara að forgangsraða ef ekki vill betur,“ sagði Grímur.Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu en heldur nú til meginlands Evrópu til að gerast tengiliður Europol við Ísland.Vísir/AntonHeldur til meginlandsins Nú er Grímur að fara til meginlands Evrópu að gerast tengiliður Europol við Ísland. Hann segir það frábrugðið núverandi starfi sínu. „Það er að því leyti öðruvísi að ég verð einn á þeim stað, ég er ekki alveg einn þar sem ég er núna. Hins vegar verð ég í góðu samstarfi við menn hérna heima.“ Þar mun hann fyrst og fremst taka við tilkynningum og tengja saman íslensku lögregluna við rannsóknir sem ná yfir landamærin. Hann segir málum sem slíkum fara fjölgandi.Ágætt samstarf við fjölmiðla Grímur var spurðu út í samband lögreglu og fjölmiðla og hvort hann hefði fundið fyrir því í þeim verkefnum sem hann hefði leitt á þessu ári. Hvort hann hefði hugsað þeim þegjandi þörfina. „Nei. Ég hef aldrei hugsað þeim þegjandi þörfina. Ég leyfi mér að nálgast þetta þannig að fjölmiðlar hefðu hlutverk sem þeir eru að sinna og ef ég gæti aðstoða með þann hátt að hjálpaði þeim þá væri það velkomið. Þannig reyndi ég að hafa samskipti við fjölmiðlamenn og ég hef ekki fundið annað en að þeim hafi þótt það ágætt. Samstarfið við mig.“ Í mörgum málum hafi lögreglan sent tilkynningar til fjölmiðla og óskað eftir aðstoð fjölmiðla og almennings. Samskipti þar á milli væru mikilvæg.Rúm 30 ár hófust með sumarstarfi Grímur hefur verið Íslendingum áberandi á árinu en hann hefur verið í lögreglunni frá 1987 og gengt þar ýmsum störfum. Almennri lögregluvinnu og rannsóknum. Hann segist ekki hafa verið í því hlutverki að vera í forsvari fyrir mál út á við, áður. „Reyndar var það þannig með mig eins og marga félaga mína að ég hóf sumarstarf í lögreglunni. Sem hefur staðið yfir í þessi rúmu þrjátíu ár. Þetta sumarstarf. Mér líkaði það vel og mér líkar vel þessi félagskapur sem þarna er. Þarna er mikil samstaða og menn geta leitað til hvers annars, hvort sem það er með persónuleg mál eða mál sem tengjast starfinu. Oft erum við í erfiðum málum sem þarf að tala um,“ sagði Grímur. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Grímur Grímsson er maður ársins 2017 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Kosning á milli þeirra tíu sem hlutu flestar tilnefningar stóð yfir um hátíðarnar og greiddu á sautjánda þúsund manns atkvæði. Grímur sem er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar. Leiddi rannsóknin til handtöku og að lokum nítján ára fangelsisdóms yfir grænlenskum skipverja, Thomasi Möller Olsen. Þótti hann sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum.Önnur sem voru tilnefnd: Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson - saman undir merkjum #höfum hátt, þátttakendur í #MeToo, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Inga Sæland formaður flokksins, John Snorri Sigurjónsson göngugarpur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur, Stefán Karl Stefánsson leikari og Vilborg Arna Gissurardóttir göngugarpur.Sækist ekki eftir sviðsljósi „Það er óhætt að segja það. Ég sækist ekki eftir sviðsljósi. Ég hef stundum sagt það síðustu mánuði að mig langar miklu meira til þess að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina, heldur en að það sé tekið eftir manni,“ sagði Grímur í viðtali hjá í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Hann sagðist finna fyrir því að þjóðin þekki hann og að titillinn maður ársins sé mjög sérstakur fyrir sig.Grímur sagði marga hafa komið að rannsókninni á morðinu á Birnu og að allir hefðu haft sitt hlutverk. Eitt væri að hafa yfirumsjón og annað að leggjast yfir gögn. Hann sagði um 45 manns vera í sinni deild og þar gætu jafnvel verið tvöfalt fleiri. Allt að hundrað manns.„Það má segja það og ég get tekið undir það með þér að það vantar mannskap. Hins vegar er það þannig að við reynum að hafa skipulagið með þeim hætti að geta tekist á við þau verkefni sem að á okkar herðar eru lögð og tekið á þeim sómasamlega. Við reynum bara að forgangsraða ef ekki vill betur,“ sagði Grímur.Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu en heldur nú til meginlands Evrópu til að gerast tengiliður Europol við Ísland.Vísir/AntonHeldur til meginlandsins Nú er Grímur að fara til meginlands Evrópu að gerast tengiliður Europol við Ísland. Hann segir það frábrugðið núverandi starfi sínu. „Það er að því leyti öðruvísi að ég verð einn á þeim stað, ég er ekki alveg einn þar sem ég er núna. Hins vegar verð ég í góðu samstarfi við menn hérna heima.“ Þar mun hann fyrst og fremst taka við tilkynningum og tengja saman íslensku lögregluna við rannsóknir sem ná yfir landamærin. Hann segir málum sem slíkum fara fjölgandi.Ágætt samstarf við fjölmiðla Grímur var spurðu út í samband lögreglu og fjölmiðla og hvort hann hefði fundið fyrir því í þeim verkefnum sem hann hefði leitt á þessu ári. Hvort hann hefði hugsað þeim þegjandi þörfina. „Nei. Ég hef aldrei hugsað þeim þegjandi þörfina. Ég leyfi mér að nálgast þetta þannig að fjölmiðlar hefðu hlutverk sem þeir eru að sinna og ef ég gæti aðstoða með þann hátt að hjálpaði þeim þá væri það velkomið. Þannig reyndi ég að hafa samskipti við fjölmiðlamenn og ég hef ekki fundið annað en að þeim hafi þótt það ágætt. Samstarfið við mig.“ Í mörgum málum hafi lögreglan sent tilkynningar til fjölmiðla og óskað eftir aðstoð fjölmiðla og almennings. Samskipti þar á milli væru mikilvæg.Rúm 30 ár hófust með sumarstarfi Grímur hefur verið Íslendingum áberandi á árinu en hann hefur verið í lögreglunni frá 1987 og gengt þar ýmsum störfum. Almennri lögregluvinnu og rannsóknum. Hann segist ekki hafa verið í því hlutverki að vera í forsvari fyrir mál út á við, áður. „Reyndar var það þannig með mig eins og marga félaga mína að ég hóf sumarstarf í lögreglunni. Sem hefur staðið yfir í þessi rúmu þrjátíu ár. Þetta sumarstarf. Mér líkaði það vel og mér líkar vel þessi félagskapur sem þarna er. Þarna er mikil samstaða og menn geta leitað til hvers annars, hvort sem það er með persónuleg mál eða mál sem tengjast starfinu. Oft erum við í erfiðum málum sem þarf að tala um,“ sagði Grímur.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira