Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. desember 2017 07:00 Rólegheitin ráða ríkjum á Litla-Hrauni á einu fjörugasta kvöldi ársins og vart sést flugeldur á himninum yfir fangelsinu. Vísir/GVA Áramót Gleði, glaumur, flugeldar og freyðandi gullin vín einkenna góðra vina fundi á gamlárskvöld. Kvöldið er því eðli málsins samkvæmt eitt það einmanalegasta á árinu hjá föngum sem eyða því fjarri sínum nánustu og heimsins glaumi. „Að mínu mati er miðnætti á gamlárskvöld, þegar allir eru að skjóta upp flugeldum, erfiðasta stundin hjá þeim sem eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. „Jólin eru vissulega mörgum erfið út af börnunum þeirra en á gamlárskvöld eru allir saman að skemmta sér.“ Þá bítur einsemdin en Guðmundur Ingi segir fangana og starfsfólk fangelsanna þó reyna að gera kvöldið eins ánægjulegt og mögulegt er. „Þetta er misjafnt eftir fangelsum. Á sumum stöðum er mönnum leyft að vera lengur frammi og vera í síma- og tölvusambandi lengur en venjulega. Þetta fer samt allt eftir ástandinu í húsunum hverju sinni.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Bragurinn er þó hátíðlegur. „Starfsfólkið er í hátíðarjúníformi og fangarnir uppáklæddir. Fangarnir sjá að mestu um matinn sjálfir og við reynum að hafa hann góðan. Menn vaka aðeins lengur og sumir reykja jafnvel vindla úti.“ Þegar landinn fagnar nýju ári og lýsir upp himininn með flugeldum sitja sumir fangar í þögn og myrkri þar sem flugeldarnir sjást misvel eða alls ekki frá sumum fangelsum. Þeir sem dvelja á Litla-Hrauni geta til dæmis ekki notið flugeldanna nema í sjónvarpi. „Það er ekki beint miklu skotið upp á Eyrarbakka. Ein og ein íla kannski.“ Um nokkurt árabil gerði hópur manna sér ferð að Hrauninu og bauð föngunum upp á flugeldasýningu sem lyfti stemningunni innan veggja fangelsisins. „Það það var ofboðslega gaman. Þetta var góður hópur með rosalega mikið magn af flugeldum sem kom og gerði sýningu. Þarna voru Sverrir Guðmundsson, Geiri á Goldfinger, Rúnar Maitsland og meira að segja Jón stóri.“ Guðmundur Ingi segir þetta því miður hafa lagst af enda hafi sumir úr hópnum safnast til feðra sinna. „Í fyrra reyndum við að fá björgunarsveitir og einhverja til þess að gefa okkur flugelda en það gekk mjög illa og rann út í sandinn.“ Guðmundur Ingi gerir ekki ráð fyrir að neinir flugeldar sjáist á himninum yfir niðurgrafinni Hólmsheiði og segir að á Sogni sé nánast bannað að skjóta upp flugeldum vegna dýranna í sveitinni. „Á Kvíabryggju mega fangarnir verða sér úti um flugelda. Þar er kveiktur varðeldur og flugeldum skotið upp undir öruggu eftirliti þeirra sem þar stjórna. Þetta hefur gengið vel og er falleg stund.“ Fangelsismál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Áramót Gleði, glaumur, flugeldar og freyðandi gullin vín einkenna góðra vina fundi á gamlárskvöld. Kvöldið er því eðli málsins samkvæmt eitt það einmanalegasta á árinu hjá föngum sem eyða því fjarri sínum nánustu og heimsins glaumi. „Að mínu mati er miðnætti á gamlárskvöld, þegar allir eru að skjóta upp flugeldum, erfiðasta stundin hjá þeim sem eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. „Jólin eru vissulega mörgum erfið út af börnunum þeirra en á gamlárskvöld eru allir saman að skemmta sér.“ Þá bítur einsemdin en Guðmundur Ingi segir fangana og starfsfólk fangelsanna þó reyna að gera kvöldið eins ánægjulegt og mögulegt er. „Þetta er misjafnt eftir fangelsum. Á sumum stöðum er mönnum leyft að vera lengur frammi og vera í síma- og tölvusambandi lengur en venjulega. Þetta fer samt allt eftir ástandinu í húsunum hverju sinni.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Bragurinn er þó hátíðlegur. „Starfsfólkið er í hátíðarjúníformi og fangarnir uppáklæddir. Fangarnir sjá að mestu um matinn sjálfir og við reynum að hafa hann góðan. Menn vaka aðeins lengur og sumir reykja jafnvel vindla úti.“ Þegar landinn fagnar nýju ári og lýsir upp himininn með flugeldum sitja sumir fangar í þögn og myrkri þar sem flugeldarnir sjást misvel eða alls ekki frá sumum fangelsum. Þeir sem dvelja á Litla-Hrauni geta til dæmis ekki notið flugeldanna nema í sjónvarpi. „Það er ekki beint miklu skotið upp á Eyrarbakka. Ein og ein íla kannski.“ Um nokkurt árabil gerði hópur manna sér ferð að Hrauninu og bauð föngunum upp á flugeldasýningu sem lyfti stemningunni innan veggja fangelsisins. „Það það var ofboðslega gaman. Þetta var góður hópur með rosalega mikið magn af flugeldum sem kom og gerði sýningu. Þarna voru Sverrir Guðmundsson, Geiri á Goldfinger, Rúnar Maitsland og meira að segja Jón stóri.“ Guðmundur Ingi segir þetta því miður hafa lagst af enda hafi sumir úr hópnum safnast til feðra sinna. „Í fyrra reyndum við að fá björgunarsveitir og einhverja til þess að gefa okkur flugelda en það gekk mjög illa og rann út í sandinn.“ Guðmundur Ingi gerir ekki ráð fyrir að neinir flugeldar sjáist á himninum yfir niðurgrafinni Hólmsheiði og segir að á Sogni sé nánast bannað að skjóta upp flugeldum vegna dýranna í sveitinni. „Á Kvíabryggju mega fangarnir verða sér úti um flugelda. Þar er kveiktur varðeldur og flugeldum skotið upp undir öruggu eftirliti þeirra sem þar stjórna. Þetta hefur gengið vel og er falleg stund.“
Fangelsismál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira