Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2018 15:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir vill varðveita þessa byggingu. Vísir/Eyþór/Já.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. Sundhöllin var teiknuð 1937 af Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og í færslu á Facebook bendir Ragnheiður Elín á það að byggingin sé ein þriggja sem teiknuð hafi verið af Guðjóni og finna megi í Reykjanesbæ. Húsið var auglýst til sölu í febrúar á síðasta ári en húsið hefur verið í einkaeigu frá árinu 2006.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.Mynd/jeES arkitektar„Mikil skammsýni“ að rífa húsið „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissulega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf,“ skrifar Ragnheiður Elín á Facebook þar sem hún birtir athugasemd til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar en frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna rennur út í dag. Vitnar Ragnheiður Elín til bréfs Minjastofnunar Íslands til skipulagsfulltrúa Reykjanesbækar þar sem segir að stofnunin telji að „byggingin sé varðveisluverð bæði frá sjónarhóli byggingarsögu og vegna menningarsögulegs gildis um bað- og sundmenningu Íslendinga og Keflvíkinga á fyrri hluta 20. aldar." Er þó tekið fram í bréfinu að það sé í höndum sveitarfélagsin að ákveða framtíð byggingarinnar sem sé ekki friðuð. Bendir Ragnheiður Elín á að það sé til marks um mikla skammsýni að rífa húsið, sérstaklega í ljósi þeirra vel heppnuðu endurbóta sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni og vígð sama ár og Sundhöll Keflavíkur var teiknuð. Þá segir hún að þrátt fyrir að tilraunir til þess að finna húsinu tilgang undanfarin ár hafi ekki heppnast sé annað uppi á teningnum nú þar sem miklar framkvæmdir séu í bænum. Bendir hún á að Strandleiðin í Keflavík, tíu kílómetra gönguleið með fram ströndinni, sé ein af best heppnuðu framkvæmdunum í Reykjanesbæ og gott sé að geta stundað útivist í grennd við sjóinn. Það sem vanti þar upp á sé þó áfangastaðir þar sem „ hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna.“ „Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi sem verið hafa í umræðunni séu nefnd, og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf,“ skrifar Ragnheiður Elín. Fer hún fram á að Reykjanesbær endurskoði áform um niðurrif Sundhallarinnar og hvetur hún aðra íbúa Reykjanesbæjar til þess að koma athugasemdum á fram við skipulagsyfirvöld áður en frestur til þess rennur út á miðnætti.Sjá má færslu Ragnheiðar Elínar hér fyrir neðan. Skipulag Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. Sundhöllin var teiknuð 1937 af Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og í færslu á Facebook bendir Ragnheiður Elín á það að byggingin sé ein þriggja sem teiknuð hafi verið af Guðjóni og finna megi í Reykjanesbæ. Húsið var auglýst til sölu í febrúar á síðasta ári en húsið hefur verið í einkaeigu frá árinu 2006.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.Mynd/jeES arkitektar„Mikil skammsýni“ að rífa húsið „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissulega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf,“ skrifar Ragnheiður Elín á Facebook þar sem hún birtir athugasemd til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar en frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna rennur út í dag. Vitnar Ragnheiður Elín til bréfs Minjastofnunar Íslands til skipulagsfulltrúa Reykjanesbækar þar sem segir að stofnunin telji að „byggingin sé varðveisluverð bæði frá sjónarhóli byggingarsögu og vegna menningarsögulegs gildis um bað- og sundmenningu Íslendinga og Keflvíkinga á fyrri hluta 20. aldar." Er þó tekið fram í bréfinu að það sé í höndum sveitarfélagsin að ákveða framtíð byggingarinnar sem sé ekki friðuð. Bendir Ragnheiður Elín á að það sé til marks um mikla skammsýni að rífa húsið, sérstaklega í ljósi þeirra vel heppnuðu endurbóta sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni og vígð sama ár og Sundhöll Keflavíkur var teiknuð. Þá segir hún að þrátt fyrir að tilraunir til þess að finna húsinu tilgang undanfarin ár hafi ekki heppnast sé annað uppi á teningnum nú þar sem miklar framkvæmdir séu í bænum. Bendir hún á að Strandleiðin í Keflavík, tíu kílómetra gönguleið með fram ströndinni, sé ein af best heppnuðu framkvæmdunum í Reykjanesbæ og gott sé að geta stundað útivist í grennd við sjóinn. Það sem vanti þar upp á sé þó áfangastaðir þar sem „ hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna.“ „Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi sem verið hafa í umræðunni séu nefnd, og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf,“ skrifar Ragnheiður Elín. Fer hún fram á að Reykjanesbær endurskoði áform um niðurrif Sundhallarinnar og hvetur hún aðra íbúa Reykjanesbæjar til þess að koma athugasemdum á fram við skipulagsyfirvöld áður en frestur til þess rennur út á miðnætti.Sjá má færslu Ragnheiðar Elínar hér fyrir neðan.
Skipulag Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira