FBI með mál íslensks forstjóra á borði sínu eftir flugferð til LA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. janúar 2018 08:45 Þorvaldur var handtekinn við komuna til Los Angeles og er málið á borði alríkislögreglunnar. VÍSIR/STEINGRÍMUR „Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira