Erlent

Frakkar herja á falskar fréttir á samfélagsmiðlum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Emmanuel Macron vandar hér um fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta en landar hans eru sakaðir um að dreifa fölskum fréttum af miklum móð.
Emmanuel Macron vandar hér um fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta en landar hans eru sakaðir um að dreifa fölskum fréttum af miklum móð. Vísir/Getty
Frakklandsforsetinn Emmanuel Macron tilkynnti á dögunum að til stæði að taka harðar á dreifingu svokallaðra falskra frétta. Hann sagði að í komandi kosningum munu samfélagsmiðlar þurfa að búa við strangara regluverk og að eftirlit með kosningaáróðri yrði eflt.

Þá bætti hann við að þrýstihópar væru nú, af ásettu ráði, að reyna hvað þeir gætu til að afmá muninn á sannleika og ósannindum. Það væri til þess eins fallið að grafa undan trú almennings á lýðræðið.

Stjórnmálaskýrendur segja að ekki hafi farið milli mála að Macron beindi orðum sínum að Rússum. Hann hefur áður talað um það sem hann segir tilraunir Moskvu til að hafa áhrif á kosningar í Evrópu og Bandaríkjunum.

Á fundi með fjölmiðlamönnum í tilefni áramótanna sagði Macron að ekki þyrfti lengur að verja háum fjárhæðum til að dreifa hvers kyns áróðri á samfélagsmiðlum. „Þúsundur áróðursreikninga á samfélagsmiðlum skjóta upp kollinum um allan heim, á öllum tungumálum. Þeir dreifa lygum til að níða skóinn af kjörnum fulltrúum, mektarmönnum, fjölmiðlafólki,“ sagði Macron.

Því leggi hann til að regluverk samfélagsmiðla verði hert og þeim verði skylt að greina frá því hvaðan tilteknar upplýsingar koma - hvort þær byggi á raunverulegum heimildum eður ei.

Þá verður sat þak á það hversu miklum fjármunum megi verja í aukna dreifingu kosningaáróðurs. „Við munum þróa lagaumhverfið svo það geti varið lýðræðið fyrir fölskum fréttum,“ er haft eftir Macron á vef breska ríkisútvarpsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×