

Úr lausu lofti gripið?
Tollvernd hét það á Alþingi
Það hefur aldrei farið neitt á milli mála að þessum ofurtolli er af hálfu stjórnvalda ætlað að vera verndartollur. Í frumvarpi með lögum sem kváðu á um þennan toll árið 1995 er tollvernd nefnd sex sinnum og í sérstökum kafla frumvarpsins sem heitir nýir tollar kemur fram að „Tollvernd komi einungis í stað verndar sem hingað til hefur verið í höftum og sérgjöldum (…) Þannig verði gert ráð fyrir að tollar samanstandi af verðjöfnun vegna verðmunar sem er á heimsmarkaðsverði vörunnar og heildsöluverði samsvarandi innlendrar vöru auk 30% tollverndar.“
Í umræddu frumvarpi segir líka: „Tollar í stað sérgjalda á unnum landbúnaðarvörum, fóðri og kartöflum og vörum úr þeim. Gert er ráð fyrir því að sú álagning sem áður var falin í verðjöfnunargjaldi á unnar landbúnaðarvörur sem fluttar eru inn frá ríkjum utan fríverslunarsamninga, fóðurgjaldi og jöfnunargjaldi á kartöflur verði framvegis í formi venjulegra tolla.“
Í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar um málið segir: „Mikilvægustu breytingar frumvarpsins snerta skilyrði til innflutnings á landbúnaðarafurðum sem ekki verður framar stjórnað með bönnum og höftum. Í staðinn verða teknir upp tollar og er meginviðfangsefni frumvarpsins að ákveða þá með þeim hætti að uppfylltar verði skuldbindingar samningsins og tilgangi hans fylgt fram en samtímis gætt hagsmuna innlendra framleiðenda matvöru.”
Tollvernd hét það í dómssölum
Í framsöguræðu þáverandi forsætisráðherra með umræddu frumvarpi kom fram í umfjöllun um rauntolla og verndarmarkmið: „Með þessu frv. er íslenskum landbúnaði tryggð nauðsynleg vernd á skýran hátt þannig að engin óvissa ríkir nú um starfsskilyrði landbúnaðarins að þessu leyti á næstu árum. Frá þessum tíma hafa forsætis- og landbúnaðarráðherrar ítrekað svarað fyrirspurnum um frönskutollinn með þeim hætti að telja má að það staðfesti að um sé að ræða verndartolla.
Umræddur 76% tollur tók við af svokölluðu jöfnunargjaldi. Samkvæmt málatilbúnaði íslenzka ríkisins í Hæstaréttarmálinu nr. 427/1995 var því gjaldi ætlað að „jafna samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda gagnvart erlendum framleiðendum.“
Tollvernd hét það í alþjóðasamningum
Þessa tolls var einnig getið sem tolls á landbúnaðarvörur í aðildarviðræðum við ESB. Þá segir í skýrslu íslenzkra stjórnvalda við sama tilefni: „Varðandi tolla skal tekið fram að þeir eru lagðir á aðra framleiðslu en þá sem fellur undir framleiðsluvörur sem nefndar eru í spurningunni. Almennt er þetta gert til að verja markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu en einnig til að skapa jafnt samkeppnisumhverfi fyrir fáein vinnslufyrirtæki með langa sögu.“
Fulltrúar íslenzka ríkisins hafa rætt þennan tiltekna toll á fleiri vígstöðvum. Þannig kom fulltrúi íslenzka ríkisins fyrir fastanefnd kanadíska þingsins um alþjóðaviðskipti, vegna fríverzlunarsamnings ríkjanna. Þar sagði hann: „...tollur á franskar kartöflur frá ESB er 76% en á kanadískar kartöflur verður lagður 46% innflutningstollur. Þetta eru varnarráðstafanir fyrir íslenskan landbúnað.“ Fulltrúi kanadíska ríkisins kom einnig fyrir nefndina og sagði þar: „Ef ég man rétt þá vorum við fyrsta ríkið til að fá tilslökun frá Íslandi á franskar kartöflur, því af einhverjum ástæðum þá er þetta mjög viðkvæmt mál á þeirra markaði [...] Ég bjóst ekki við að kartöflur væru stórmál á þeirra markaði en sú varð raunin.“
Nú heitir það tekjuöflun
Nýverið höfðuðu nokkur innflutningsfyrirtæki dómsmál gegn íslenzka ríkinu vegna tollsins á franskar kartöflur. Í málinu var á því byggt að þetta Íslandsmet í gjaldtöku stæðist ekki kröfur stjórnarskrár um málefnalega skattlagningu. Byggðist það einna helzt á því að gjaldtakan kæmist hvergi nærri því að ná því markmiði sem henni var ætlað, þ.e. að vernda íslenzkan landbúnað.
Þá gerist hið óvænta. Íslenzka ríkið heldur því fram fyrir dómi að þessi gjaldtaka þjóni ekki því hlutverki að vernda íslenzkan landbúnað. Að sögn íslenzka ríkisins er gjaldtökunni ekki ætlað að vernda neitt. Íslandsmetið í tollum er því algerlega án tilgangs eða rökbundinnar afstöðu. Ofurtollurinn á franskar kartöflur er tilviljun. Þetta er samkvæmt íslenzka ríkinu bara almenn tekjuöflun og væntanlega bara hending að gjaldið sé ofurhátt og leggist bara á eina sérstaka vöru. Þá segir íslenzka ríkið að hugmyndir um annað séu „úr lausu lofti gripnar“ svo vitnað sé til málatilbúnaðar ríkisins. Það þýðir þá væntanlega að það sem haldið var fram í frumvarpi fyrir Alþingi, í framsöguræðu forsætisráðherra, í nefndarálitum þingsins, í aðildarviðræðum við ESB, fyrir þingnefndum annarra ríkja og af íslenzka ríkinu sjálfu í öðrum dómsmálum, sé loft.
Krafan gagnvart stjórnvöldum er einföld. Annað hvort á íslenzka ríkið að hætta að leggja á ofurtolla sem það viðurkennir að ekkert verndi eða þá að hætta að halda því fram í dómsmálum sem er augljóslega rangt.
Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar