Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 19:33 Embla er hér í hvítri treyju Keflavíkurliðsins í bikarúrlistaleik gegn Njarðvík síðastliðinn laugardag þar sem hún var valin maður leiksins. Vísir/Vilhelm Embla Kristínardóttir, landsliðskona í körfubolta, segir frá því hvernig henni var nauðgað þegar hún var á fjórtánda aldursári af manni frjálsíþróttamanni um tvítugt. Embla, sem er leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta, segir frá þessu í viðtali við Ríkisútvarpið. Síðastliðinn laugardag varð Embla bikarmeistari með Keflavík en hún var valin besti leikmaður bikarúrslitaleiksins. Þar kemur fram að maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barn en fékk skilorðsbundinn dóm. Embla segir málið ekki hafa farið af stað fyrr en ári eftir að henni var nauðgað því hún þorði ekki að segja neinum frá því. Það var ekki fyrr en hún hætti að mæta í skólann að móðir hennar varð vör við breytingu á hegðun hennar og þá fór kærumál af stað. Hún segir heimabæ sinn Keflavík hafa klofnað vegna málsins og að hún hafi þurft að þola mikið einelti vegna þess. Embla segist hafa verið dæmd fyrir að vera drusla og eftir fékk miða í skáp sinn þar sem hún var beðin um að leggja þetta mál niður. Eftir íþróttatíma var fötunum hennar hent í sturtuna og úlpa hennar hvarf margoft. Hún segir lítið hafa verið gert í málinu eftir að dómurinn féll, maðurinn fékk að halda áfram að æfa með sínu liði, en þau æfðu ekki hjá sama íþróttafélagi. Þurfti hún meðal annars að spila úrslitaleiki í íþróttahúsinu þar sem maðurinn æfir og það hafi reynst henni erfitt.RÚV segir mál Emblu ekki hafa verið á meðal þeirra 62 frásagna íþróttakvenna af kynferðislegu ofbeldi og áreiti. Embla segir í samtali við RÚV að þessar sögur hafi ekki komið henni á óvart og að bætir við að henni finnist íþróttafélögin ekki taka nógu skýra afstöðu í þessum málum.Sjá viðtal RÚV í heild sinni hér. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna og grunar að einhverjar tengist körfuboltahreyfingunni. 15. janúar 2018 23:07 Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Keflavík batt enda á bikarævintýri Njarðvíkur með sigri í úrslitaleik Maltbikars kvenna, 74-63. Leikurinn var jafn lengi en í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar styrk sinn og sigu fram úr. Keflavík stefnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð. 15. janúar 2018 07:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-63 | Annar bikartitill Keflavíkur í röð Keflavík vann sinn 15. bikarmeistaratitil í sögu félagsins og þann annan í röð eftir sigur á grannliði Njarðvíkur í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 13. janúar 2018 18:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Embla Kristínardóttir, landsliðskona í körfubolta, segir frá því hvernig henni var nauðgað þegar hún var á fjórtánda aldursári af manni frjálsíþróttamanni um tvítugt. Embla, sem er leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta, segir frá þessu í viðtali við Ríkisútvarpið. Síðastliðinn laugardag varð Embla bikarmeistari með Keflavík en hún var valin besti leikmaður bikarúrslitaleiksins. Þar kemur fram að maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barn en fékk skilorðsbundinn dóm. Embla segir málið ekki hafa farið af stað fyrr en ári eftir að henni var nauðgað því hún þorði ekki að segja neinum frá því. Það var ekki fyrr en hún hætti að mæta í skólann að móðir hennar varð vör við breytingu á hegðun hennar og þá fór kærumál af stað. Hún segir heimabæ sinn Keflavík hafa klofnað vegna málsins og að hún hafi þurft að þola mikið einelti vegna þess. Embla segist hafa verið dæmd fyrir að vera drusla og eftir fékk miða í skáp sinn þar sem hún var beðin um að leggja þetta mál niður. Eftir íþróttatíma var fötunum hennar hent í sturtuna og úlpa hennar hvarf margoft. Hún segir lítið hafa verið gert í málinu eftir að dómurinn féll, maðurinn fékk að halda áfram að æfa með sínu liði, en þau æfðu ekki hjá sama íþróttafélagi. Þurfti hún meðal annars að spila úrslitaleiki í íþróttahúsinu þar sem maðurinn æfir og það hafi reynst henni erfitt.RÚV segir mál Emblu ekki hafa verið á meðal þeirra 62 frásagna íþróttakvenna af kynferðislegu ofbeldi og áreiti. Embla segir í samtali við RÚV að þessar sögur hafi ekki komið henni á óvart og að bætir við að henni finnist íþróttafélögin ekki taka nógu skýra afstöðu í þessum málum.Sjá viðtal RÚV í heild sinni hér.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna og grunar að einhverjar tengist körfuboltahreyfingunni. 15. janúar 2018 23:07 Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Keflavík batt enda á bikarævintýri Njarðvíkur með sigri í úrslitaleik Maltbikars kvenna, 74-63. Leikurinn var jafn lengi en í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar styrk sinn og sigu fram úr. Keflavík stefnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð. 15. janúar 2018 07:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-63 | Annar bikartitill Keflavíkur í röð Keflavík vann sinn 15. bikarmeistaratitil í sögu félagsins og þann annan í röð eftir sigur á grannliði Njarðvíkur í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 13. janúar 2018 18:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Hannes S. Jónsson formaður KKÍ segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna og grunar að einhverjar tengist körfuboltahreyfingunni. 15. janúar 2018 23:07
Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Keflavík batt enda á bikarævintýri Njarðvíkur með sigri í úrslitaleik Maltbikars kvenna, 74-63. Leikurinn var jafn lengi en í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar styrk sinn og sigu fram úr. Keflavík stefnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð. 15. janúar 2018 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-63 | Annar bikartitill Keflavíkur í röð Keflavík vann sinn 15. bikarmeistaratitil í sögu félagsins og þann annan í röð eftir sigur á grannliði Njarðvíkur í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag. 13. janúar 2018 18:00