Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2018 21:01 Ágústa Johnson og Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu. Vísir/Atli Mikið var um dýrðir þegar fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. Á annað hundrað manns var boðið – fólk úr hinum ýmsu geirum íslensks og sænsks þjóðlífs. Þriggja daga opinber heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar hófst í hádeginu. Matseðill kvöldsins var glæsilegur þar sem boðið var upp á bleikju-confit í forrétt, smjörbakaðan þorsk, hjartarkjöt með fontant kartöflum í aðalrétt og sítrónumousse og jógúrtís í eftirrétt. Áætlað er að veisluhöldin standi til miðnættis að íslenskum tíma. Ari Eldjárn gengur upp að Karli Svíakonungi.Vísir/Atli Sænska konungshöllin hefur birt lista yfir alla þá sem boðið var í veisluna þar sem meðal annars mátti sjá Daníel prins, Karl Filippus prins og Sofiu eiginkonu hans, knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck, Ara Eldjárn, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Urban Ahlin, forseta sænska þingsins, Eddu Magnason leikkonu, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ágústu Johnson, Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð. auk fjölda fólks úr fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Hér má sjá gestalistann í heild sinni. Daniel prins, Sofia og Karl Filippus prins.Vísir/Atli Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherran, Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri og Ari Eldjárn.Vísir/Atli Lars okkar heilsar Karli konungi.Vísir/Atli Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heilsar Guðna Th. Jóhannessyni. Eliza Reid og Silvia drottning eru einnig á myndinni.Vísir/Atli Eliza forsetafrú og Karl Gústaf konungur ræða saman við matarborðið í sænsku konungshöllinni.Vísir/Atli Guðni Th. Jóhannesson, Karl Gústaf Svíakonungur, Eliza Reid og Silvia drottning ganga inn í móttökusal í konungshöllinni.Vísir/Atli Silvia drottning og Guðni Th. Jóhannesson.Vísir/Atli Forseti Íslands Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Íslendingar erlendis Samkvæmislífið Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Mikið var um dýrðir þegar fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. Á annað hundrað manns var boðið – fólk úr hinum ýmsu geirum íslensks og sænsks þjóðlífs. Þriggja daga opinber heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar hófst í hádeginu. Matseðill kvöldsins var glæsilegur þar sem boðið var upp á bleikju-confit í forrétt, smjörbakaðan þorsk, hjartarkjöt með fontant kartöflum í aðalrétt og sítrónumousse og jógúrtís í eftirrétt. Áætlað er að veisluhöldin standi til miðnættis að íslenskum tíma. Ari Eldjárn gengur upp að Karli Svíakonungi.Vísir/Atli Sænska konungshöllin hefur birt lista yfir alla þá sem boðið var í veisluna þar sem meðal annars mátti sjá Daníel prins, Karl Filippus prins og Sofiu eiginkonu hans, knattspyrnuþjálfarann Lars Lagerbäck, Ara Eldjárn, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Urban Ahlin, forseta sænska þingsins, Eddu Magnason leikkonu, Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ágústu Johnson, Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð. auk fjölda fólks úr fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Hér má sjá gestalistann í heild sinni. Daniel prins, Sofia og Karl Filippus prins.Vísir/Atli Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherran, Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri og Ari Eldjárn.Vísir/Atli Lars okkar heilsar Karli konungi.Vísir/Atli Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heilsar Guðna Th. Jóhannessyni. Eliza Reid og Silvia drottning eru einnig á myndinni.Vísir/Atli Eliza forsetafrú og Karl Gústaf konungur ræða saman við matarborðið í sænsku konungshöllinni.Vísir/Atli Guðni Th. Jóhannesson, Karl Gústaf Svíakonungur, Eliza Reid og Silvia drottning ganga inn í móttökusal í konungshöllinni.Vísir/Atli Silvia drottning og Guðni Th. Jóhannesson.Vísir/Atli
Forseti Íslands Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Íslendingar erlendis Samkvæmislífið Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45