Betri þjónusta við ungbarnafjölskyldur Skúli Helgason skrifar 18. janúar 2018 07:00 Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur. Það hefur þó hægt á þróuninni að erfiðar hefur gengið að manna allar stöður á leikskólunum undanfarið, eins og í fleiri sveitarfélögum, enda atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og skortur á fagmenntuðu fólki.Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.Betur gengur í ráðningarmálum Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.Nýjar ungbarnadeildir Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.Öflugra dagforeldrakerfi Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.Brúum bilið Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í leikskólum Reykjavíkur er unnið afburðastarf við að mennta og stuðla að alhliða þroska yngstu kynslóðarinnar. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að því að koma meirihluta barna inn á leikskóla um 18 mánaða aldur. Það hefur þó hægt á þróuninni að erfiðar hefur gengið að manna allar stöður á leikskólunum undanfarið, eins og í fleiri sveitarfélögum, enda atvinnuleysi í sögulegu lágmarki og skortur á fagmenntuðu fólki.Vanþekking frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eyþór Arnalds, sem nú sækist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, birti grein í vikunni þar sem hann leggur til að mannekla verði leyst með því að skera niður stjórnunarkostnað sem hafi vaxið til muna að undanförnu. Þetta lýsir yfirgripsmikilli vanþekkingu, því „yfirbyggingin“ á skóla- og frístundasviði hefur minnkað verulega á kjörtímabilinu, stöðugildum miðlægrar skrifstofu hefur fækkað og laun til yfirstjórnar dregist saman um nærri 12% sem hlutfall af heildarlaunum á vettvangi, eða niður í 2,4%.Betur gengur í ráðningarmálum Í ágúst sl. vantaði 132 starfsmenn til starfa á leikskóla borgarinnar. Í dag vantar 46 eða 0,7 stöðugildi að meðaltali á hvern leikskóla. Fullmannað er í meirihluta leikskóla og í 8 af hverjum 10 leikskólum vantar frá 0-2 stöðugildi. Þetta er betri staða en á sama tíma í fyrra en vissulega þarf að gera enn betur. Aðgerðir í leikskólamálum sem samþykktar voru í haust eru farnar að skila árangri, samhliða almennri kynningarherferð, markvissri notkun samfélagsmiðla, samstarfi við ráðningarstofur, frjáls félagasamstök o.s.frv.Nýjar ungbarnadeildir Leikskólagjöld eru þau lægstu á landinu í Reykjavík, fyrstu ungbarnadeildirnar tóku til starfa í haust og nú er unnið að því að fjölga þeim, með fleiri ungbarnadeildum í þeim hverfum sem eftir standa og þar sem aðstæður eru sérstaklega heppilegar fyrir slíka starfsemi. Við viljum að ungbarnadeildir verði valkostur í öllum hverfum borgarinnar og þar verði hægt að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólaþjónustu við hæfi.Öflugra dagforeldrakerfi Þjónusta dagforeldra er mikilvægur hlekkur í þjónustukeðjunni við ungbarnafjölskyldur og vilji okkar er til þess að efla það kerfi og styrkja bæði út frá faglegum þáttum, öryggi og áreiðanleika. Sérstakur starfshópur mun leggja fram tillögur um úrbætur á því kerfi fljótlega og vilji okkar stendur til þess að hvetja dagforeldra í auknum mæli til að starfa saman í pörum, til að mæta enn betur óskum foreldra um öruggari og áreiðanlegri þjónustu. Stefnan er sú að hækka endurgreiðslur til foreldra til að draga úr aðstöðumun.Brúum bilið Til framtíðar er stefnan að bjóða yngri börnum en 18 mánaða leikskólaþjónustu í áföngum. Það mun kalla á byggingu nýrra leikskóla í öllum borgarhlutum, endurbætur á núverandi húsnæði og átak í að bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Við munum vinna með nýjar tillögur starfshóps um betri aðbúnað, meira rými fyrir leik og starf og aukinn stuðning við fagstarfið. Aukin þjónusta við ungbarnafjölskyldur og bætt vinnuumhverfi starfsfólks verða forgangsverkefni í málaflokknum á þessu ári og þeim næstu. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun