Vilji, völd og veruleiki - íslenskur grunnskóli í hættu Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 16. janúar 2018 10:00 Kennarar ásamt menntayfirvöldum hafa í hendi sér hvernig til tekst að mennta ungt fólk til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem styrkur nemenda er metinn út frá forsendum hvers og eins. Skólinn er ekki bara hús heldur stofnun sem gegnir þessu fjölþætta verkefni. Eftir að grunnskólinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga hefur hlutverk hans breyst allmikið og það gefur auga leið að í þeim breytingum á kennarinn að gegna lykilhlutverki. Hins vegar hefur það gerst á undanförnum árum að sveitarfélögin eru sífellt að móta nýja stefnu og ákveða á hvaða mið skuli róið, að því er virðist til þess eins að sýna hvar valdið liggur. Þetta má sjá allt frá kjarasamningi 2001 þar sem miðstýring var aukin og síðan þá hafa kennarar haft æ minna að segja um faglega þætti vinnu sinnar. Þegar svo er komið er hætta á ferðum. Kennarar annað hvort gefast upp fyrir ofurvaldinu og hverfa til annarra starfa eða þeir missa löngun til að berjast með faglegum vopnum fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Þeir gerast þá einfaldlega daglaunamenn sem mæta í vinnuna og að loknum starfsdegi fara þeir heim og mæta aftur næsta dag. Þetta gengur ekki upp í kennslu; þar er ekki í boði að taka bara einn dag í einu. Kennarar eru venjulega með hugann við verkefni næsta dags og fá oftar en ekki bestu hugmyndirnar utan vinnutíma. Þannig er fagmennsku kennara stefnt í hættu með bindingu vinnutíma og miðstýrðu kerfi sem stöðugt er verið að breyta. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við. Í þessu sambandi er við hæfi að vitna í Pál Skúlason heimspeking, sem segir í Pælingum sínum: „Stefnulaus stjórn á sér einungis eitt markmið: eflingu valdsins til að stjórna. Þess vegna dregur stefnulaus stjórn að sér allt vald eins og hún frekast getur. Hún þolir ekki valddreifingu. Hún hefur því í för með sér stöðuga og ómarkvissa miðstýringu.“ Það virðist alltaf vera hægt að fletta upp í ritum Páls þegar hugsunina vantar orð.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarar ásamt menntayfirvöldum hafa í hendi sér hvernig til tekst að mennta ungt fólk til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þar sem styrkur nemenda er metinn út frá forsendum hvers og eins. Skólinn er ekki bara hús heldur stofnun sem gegnir þessu fjölþætta verkefni. Eftir að grunnskólinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga hefur hlutverk hans breyst allmikið og það gefur auga leið að í þeim breytingum á kennarinn að gegna lykilhlutverki. Hins vegar hefur það gerst á undanförnum árum að sveitarfélögin eru sífellt að móta nýja stefnu og ákveða á hvaða mið skuli róið, að því er virðist til þess eins að sýna hvar valdið liggur. Þetta má sjá allt frá kjarasamningi 2001 þar sem miðstýring var aukin og síðan þá hafa kennarar haft æ minna að segja um faglega þætti vinnu sinnar. Þegar svo er komið er hætta á ferðum. Kennarar annað hvort gefast upp fyrir ofurvaldinu og hverfa til annarra starfa eða þeir missa löngun til að berjast með faglegum vopnum fyrir framtíðarheill þjóðarinnar. Þeir gerast þá einfaldlega daglaunamenn sem mæta í vinnuna og að loknum starfsdegi fara þeir heim og mæta aftur næsta dag. Þetta gengur ekki upp í kennslu; þar er ekki í boði að taka bara einn dag í einu. Kennarar eru venjulega með hugann við verkefni næsta dags og fá oftar en ekki bestu hugmyndirnar utan vinnutíma. Þannig er fagmennsku kennara stefnt í hættu með bindingu vinnutíma og miðstýrðu kerfi sem stöðugt er verið að breyta. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við. Í þessu sambandi er við hæfi að vitna í Pál Skúlason heimspeking, sem segir í Pælingum sínum: „Stefnulaus stjórn á sér einungis eitt markmið: eflingu valdsins til að stjórna. Þess vegna dregur stefnulaus stjórn að sér allt vald eins og hún frekast getur. Hún þolir ekki valddreifingu. Hún hefur því í för með sér stöðuga og ómarkvissa miðstýringu.“ Það virðist alltaf vera hægt að fletta upp í ritum Páls þegar hugsunina vantar orð.Höfundur er grunnskólakennari.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun