Nær ekki endum saman í krabbameinsmeðferð: „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:00 Söfnun hefur verið sett af stað fyrir Ölmu Geirdal, 38 ára einstæða móður, sem greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári. Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu. Heilbrigðismál Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu.
Heilbrigðismál Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira