Heildaruppgjör Hafþór Sævarsson skrifar 16. janúar 2018 07:00 Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki ryðja veginn fyrir það heildaruppgjör sem þarf að fara fram. Feluleikir endast ekki til lengdar þegar sagan er öll kirfilega skjalfest, smáatriði staðfest og nöfn undirrituð. Hið mikla skjalafals og leikverk Guðmundar- og Geirfinnsmála er skráð á tiltekna starfsmenn stjórnskipunarinnar. Þá varpa skráðar dagsetningar ljósi á tímalínu sem upplýsir söguna í heild. Nú þegar endurupptaka að hluta á þessum málum mjakast til Hæstaréttar, stendur valið milli uppgjörs og feluleiks. Ákæruvaldið ætti með réttu að fara fram af krafti, af öllu því afli sem það getur fram borið og benda á allt sem talið er að gæti hjálpað til staðfestingar dómnum. Dómsmorðinu gamla. Það mun hins vegar ákæruvaldið aldrei þora. Því það myndi opinbera hversu vitfirrtur sá málstaður er, að fara fram á sekt, og hefur alltaf verið. Málstaður sá, að fara fram á sekt í þessu máli, er svo veikburða að það má færa skynsamleg rök fyrir því að sjálfu réttaröryggi landsins stafi beinlínis hætta af því að gera þeim málstað opinber skil. Ákæruvaldið mun því aldrei þora, því það sýnir opinbera starfsmenn misnota mannshvörf. Saklaus ungmenni voru valin af mönnum sem vissu allt um sakleysi þeirra. Pyntuð yfir margra mánaða tímabil í gæsluvarðhaldi, leidd í margar gildrur og súrrealískar skýrslutökur. Látin segja eitt og svo annað, ýmist dópuð, hrædd eða lamin. En það var ekki einu sinni nóg til að dæma þau sek! Nei, það þurfti að framleiða skáldaðar forsendur í dómnum sjálfum til að sakfella! Ákæruvaldið mun því aldrei þora, vegna þess að þá kæmi í ljós leikritið í allri sinni dýrð. Hverjir stóðu að handritsgerð þessara mála, hverjir hjálpuðu til við sviðsetningu. Hvaða leikmenn voru fengnir til verksins og hvaða hundar valdir. Hverjir framleiðendur voru og í hvaða tilgangi leikurinn var gerður: Árásin á Ólaf Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands. Ólafur stóð hana af sér, reið með björgum fram og samdi um Karl Schütz. Þjóðverji sá er háttsettasti ræstitæknir sem forseti íslenska lýðveldisins hefur nokkru sinni hengt á stórriddarakross. Í staðinn mun ákæruvaldið fara fram á sýknu, því þá þarf ekki að skoða eitt eða neitt! Ekkert afl og engin mótstaða, gott og vel. Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki hindra þá opinberun sem heildaruppgjörið krefst. Þá skiptir engu hvort alvöruréttarhöld ryðja veginn fyrir fram, eður ei. Faðir minn barðist fyrir því að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri. Sögunni af því hvernig tilteknir starfsmenn stjórnskipunarinnar unnu gegn stjórnskipuninni sjálfri. Sögunni af því hvernig stjórnmálaöfl sameinuðust í misnotkun á mannshvörfum. Sögunni af réttar- og dómsmorði: Sannleikann sem þarf að gera upp. Höfundur er sonur Sævars Ciesielski. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hafþór Sævarsson Ciesielski Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki ryðja veginn fyrir það heildaruppgjör sem þarf að fara fram. Feluleikir endast ekki til lengdar þegar sagan er öll kirfilega skjalfest, smáatriði staðfest og nöfn undirrituð. Hið mikla skjalafals og leikverk Guðmundar- og Geirfinnsmála er skráð á tiltekna starfsmenn stjórnskipunarinnar. Þá varpa skráðar dagsetningar ljósi á tímalínu sem upplýsir söguna í heild. Nú þegar endurupptaka að hluta á þessum málum mjakast til Hæstaréttar, stendur valið milli uppgjörs og feluleiks. Ákæruvaldið ætti með réttu að fara fram af krafti, af öllu því afli sem það getur fram borið og benda á allt sem talið er að gæti hjálpað til staðfestingar dómnum. Dómsmorðinu gamla. Það mun hins vegar ákæruvaldið aldrei þora. Því það myndi opinbera hversu vitfirrtur sá málstaður er, að fara fram á sekt, og hefur alltaf verið. Málstaður sá, að fara fram á sekt í þessu máli, er svo veikburða að það má færa skynsamleg rök fyrir því að sjálfu réttaröryggi landsins stafi beinlínis hætta af því að gera þeim málstað opinber skil. Ákæruvaldið mun því aldrei þora, því það sýnir opinbera starfsmenn misnota mannshvörf. Saklaus ungmenni voru valin af mönnum sem vissu allt um sakleysi þeirra. Pyntuð yfir margra mánaða tímabil í gæsluvarðhaldi, leidd í margar gildrur og súrrealískar skýrslutökur. Látin segja eitt og svo annað, ýmist dópuð, hrædd eða lamin. En það var ekki einu sinni nóg til að dæma þau sek! Nei, það þurfti að framleiða skáldaðar forsendur í dómnum sjálfum til að sakfella! Ákæruvaldið mun því aldrei þora, vegna þess að þá kæmi í ljós leikritið í allri sinni dýrð. Hverjir stóðu að handritsgerð þessara mála, hverjir hjálpuðu til við sviðsetningu. Hvaða leikmenn voru fengnir til verksins og hvaða hundar valdir. Hverjir framleiðendur voru og í hvaða tilgangi leikurinn var gerður: Árásin á Ólaf Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands. Ólafur stóð hana af sér, reið með björgum fram og samdi um Karl Schütz. Þjóðverji sá er háttsettasti ræstitæknir sem forseti íslenska lýðveldisins hefur nokkru sinni hengt á stórriddarakross. Í staðinn mun ákæruvaldið fara fram á sýknu, því þá þarf ekki að skoða eitt eða neitt! Ekkert afl og engin mótstaða, gott og vel. Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki hindra þá opinberun sem heildaruppgjörið krefst. Þá skiptir engu hvort alvöruréttarhöld ryðja veginn fyrir fram, eður ei. Faðir minn barðist fyrir því að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri. Sögunni af því hvernig tilteknir starfsmenn stjórnskipunarinnar unnu gegn stjórnskipuninni sjálfri. Sögunni af því hvernig stjórnmálaöfl sameinuðust í misnotkun á mannshvörfum. Sögunni af réttar- og dómsmorði: Sannleikann sem þarf að gera upp. Höfundur er sonur Sævars Ciesielski.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar