Í svartnætti fátæktarinnar Ellert B. Schram skrifar 15. janúar 2018 07:00 Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. Ferillinn er þessi: Eins og við öll vitum, greiða Almannatryggingar ellilífeyri til eldri borgara. Þær voru hæstar 280 þús. kr. pr. mánuð á síðasta ári. Hækkanir á ellilífeyri eru í samræmi við neysluvísitölu samkvæmt lögum þar að lútandi. Fyrir tveim árum þótti ljóst að ellilífeyrir væri of lágur og síðasta ríkisstjórn setti lög um að hækka ellilífeyri TR í áföngum, allt upp í 300 þú.s kr. pr. mánuð án tillits til neysluvísitölunnar. Lokahækkunin átti að eiga sér stað um áramótin núna. Svo er stofnað til nýrrar ríkisstjórnar í desember og hvað gerist? Jú, staðið er við gildandi lög um 20 þús. kr. hækkunina, úr 280 þús. í 300 þús. kr. en með þeirri aðferð að fella hækkun neysluvísitölunnar (4,7%) inn í þá upphæð. Gefa með vinstri, til að taka með hægri. Ríkisútgjöldin er notuð til að borga sig sjálf. Þetta gerist á þeim tíma, þegar upplýst er um ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir hjá margvíslegum stéttum og starfsmönnum, um tugi prósenta og afturvirkar til margra mánaða. Samfélagið virðist hafa efni á að stórhækka kjör fólks hér og þar í kerfinu, en síðan er notuð sú aðferð hjá ríkinu, gagnvart eldri borgurum, að láta þá borga sína litlu hækkun með fé úr sínum eigin vasa. Og við erum ekki að tala um milljónir eða milljarða. Við erum að tala um fátækustu eldri borgarana, sem verða að lifa af greiðslum frá TR. Hverjar tuttugu þúsund krónur skipta þennan hóp miklu máli og þessi vinnubrögð eru fyrir neðan alla virðingu og réttlæti. Fólk, sem hefur ekki meira til framfærslu en hér hefur verið rakið, er fólkið, sem við skiljum eftir í svartnætti fátæktarinnar.Höfundur er form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. Ferillinn er þessi: Eins og við öll vitum, greiða Almannatryggingar ellilífeyri til eldri borgara. Þær voru hæstar 280 þús. kr. pr. mánuð á síðasta ári. Hækkanir á ellilífeyri eru í samræmi við neysluvísitölu samkvæmt lögum þar að lútandi. Fyrir tveim árum þótti ljóst að ellilífeyrir væri of lágur og síðasta ríkisstjórn setti lög um að hækka ellilífeyri TR í áföngum, allt upp í 300 þú.s kr. pr. mánuð án tillits til neysluvísitölunnar. Lokahækkunin átti að eiga sér stað um áramótin núna. Svo er stofnað til nýrrar ríkisstjórnar í desember og hvað gerist? Jú, staðið er við gildandi lög um 20 þús. kr. hækkunina, úr 280 þús. í 300 þús. kr. en með þeirri aðferð að fella hækkun neysluvísitölunnar (4,7%) inn í þá upphæð. Gefa með vinstri, til að taka með hægri. Ríkisútgjöldin er notuð til að borga sig sjálf. Þetta gerist á þeim tíma, þegar upplýst er um ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir hjá margvíslegum stéttum og starfsmönnum, um tugi prósenta og afturvirkar til margra mánaða. Samfélagið virðist hafa efni á að stórhækka kjör fólks hér og þar í kerfinu, en síðan er notuð sú aðferð hjá ríkinu, gagnvart eldri borgurum, að láta þá borga sína litlu hækkun með fé úr sínum eigin vasa. Og við erum ekki að tala um milljónir eða milljarða. Við erum að tala um fátækustu eldri borgarana, sem verða að lifa af greiðslum frá TR. Hverjar tuttugu þúsund krónur skipta þennan hóp miklu máli og þessi vinnubrögð eru fyrir neðan alla virðingu og réttlæti. Fólk, sem hefur ekki meira til framfærslu en hér hefur verið rakið, er fólkið, sem við skiljum eftir í svartnætti fátæktarinnar.Höfundur er form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun