Ætlar að stefna ríkinu vegna Geirfinnsmáls Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Erla Bolladóttir vill nýjan úrskurð frá endurupptökunefnd. vísir/Ernir Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira