Formaður FÍL um brottrekstur í leikhúsinu: „Ekki besta leiðin til framtíðar að að málin séu leyst innanhúss“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira