Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2018 08:00 Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er. Fréttablaðið/Ernir Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. Fimm manna fjölskylda flúði húsið og heldur til í leiguhúsnæði. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa síðustu mánuðir fjölskyldunnar farið í að berjast fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra steinhús á lóðinni í stað hins ónýta bárujárnsklædda timburhúss. Í október sagði Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi hússins, í Fréttablaðinu að þau litu svo á að kröfur þeirra væru raunhæfar og að um væri að ræða steinhús í gömlum stíl sem passi vel inn í virðulega götumyndina. „Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna, sem væri bara galið.“Sjá einnig: Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það viðhorf kemur einmitt fram í athugasemd Björns Péturssonar, bæjarminjavarðar Hafnarfjarðar, við breytingarnar sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og byggingarráðs bæjarins á þriðjudag ásamt athugasemdum tveggja nágranna. Þar leggur Björn til að leitað verði allra leiða til að vernda hið ónýta hús og gera það upp í upprunalegri mynd. Ef svo „ólíklega vill til“ að það sé ekki gerlegt verði gerð krafa um að sams konar bárujárnsklætt timburhús verði byggt svo það raski ekki götumyndinni. Íbúi í næsta húsi við Austurgötu 36 leggst gegn nýbyggingunni þar sem hún muni auka skuggavarp á lóð hans og að hún stríði þannig gegn hagsmunum hans. Nágranni í Mjóasundi 3 bendir á að eign hans sé friðuð og kjallari hlaðinn úr grjóti án styrkingar. Fyrirhuguð stækkun og dýpkun á grunni Austurgötu 36 muni því líklega valda tjóni á hans eign. Þá mælist hann einnig til að beðið verði með frekari ákvarðanir varðandi hið nýja hús þar til málaferli núverandi eigenda Austurgötu 36 við fyrri eigendur eru til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. Fimm manna fjölskylda flúði húsið og heldur til í leiguhúsnæði. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa síðustu mánuðir fjölskyldunnar farið í að berjast fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra steinhús á lóðinni í stað hins ónýta bárujárnsklædda timburhúss. Í október sagði Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi hússins, í Fréttablaðinu að þau litu svo á að kröfur þeirra væru raunhæfar og að um væri að ræða steinhús í gömlum stíl sem passi vel inn í virðulega götumyndina. „Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna, sem væri bara galið.“Sjá einnig: Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það viðhorf kemur einmitt fram í athugasemd Björns Péturssonar, bæjarminjavarðar Hafnarfjarðar, við breytingarnar sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og byggingarráðs bæjarins á þriðjudag ásamt athugasemdum tveggja nágranna. Þar leggur Björn til að leitað verði allra leiða til að vernda hið ónýta hús og gera það upp í upprunalegri mynd. Ef svo „ólíklega vill til“ að það sé ekki gerlegt verði gerð krafa um að sams konar bárujárnsklætt timburhús verði byggt svo það raski ekki götumyndinni. Íbúi í næsta húsi við Austurgötu 36 leggst gegn nýbyggingunni þar sem hún muni auka skuggavarp á lóð hans og að hún stríði þannig gegn hagsmunum hans. Nágranni í Mjóasundi 3 bendir á að eign hans sé friðuð og kjallari hlaðinn úr grjóti án styrkingar. Fyrirhuguð stækkun og dýpkun á grunni Austurgötu 36 muni því líklega valda tjóni á hans eign. Þá mælist hann einnig til að beðið verði með frekari ákvarðanir varðandi hið nýja hús þar til málaferli núverandi eigenda Austurgötu 36 við fyrri eigendur eru til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45
Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27