Fagleg og yfirveguð viðbrögð við mjög ógnvekjandi atburði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2018 09:00 Rósa Guðbjartsdóttir hrósar flugliðum WOW Air í hástert fyrir viðbrögð þeirra við erfiðum aðstæðum. Vísir Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira