Einkaframkvæmd: Við höfum göngin til góðs Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvalfjarðargöng eru mjög vel heppnuð einkaframkvæmd. Lærdómurinn er sá að það á að nýta markaðslausnir við uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Nýlegar fréttir herma að Spölur muni hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng í sumar. Um svipað leyti mun fyrirtækið afhenda ríkinu göngin til eignar. Þá verða liðin 20 ár frá opnun þeirra. Rekstur ganganna gekk vonum framar og allt stóðst sem að var stefnt. Brýn uppbygging vegakerfisins mun hins vegar ekki verða að veruleika á næstu árum nema til komi ný hugsun og nýjar fjármögnunarleiðir. Sporin heilla í þeim efnum. Því ber að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og reksturs vegakerfisins eins og gert var með Hvalfjarðargöngum.Meiri einkaframkvæmd Gerð og rekstur Hvalfjarðarganga er dæmi um velheppnaða einkaframkvæmd í samgöngum. Samið var við einkafyrirtækið Spöl um gerð, rekstur og fjármögnun ganganna á grundvelli verkáætlunar þar sem gert var ráð fyrir að veggjöld myndu greiða framkvæmda- og rekstrarkostnað á 20 árum. Umferðin hefur verið mun meiri heldur en gert var ráð fyrir en á móti hefur veggjaldið lækkað jafnt og þétt samanborið við verðlag. Í upphafi var gert ráð fyrir að hluti ökumanna kysi að fara fyrir Hvalfjörð. Sú hefur ekki verið raunin. Þeir sem fara fyrir Hvalfjörð gera það sér til yndisauka en ekki af sparnaðarástæðum. Um 7.000 bílar aka á degi hverjum um Hvalfjarðargöng á ári að meðaltali og sú tala fer yfir sumartímann í hátt í 10 þúsund bíla.Rétt forgangsröðun Fátt bendir til annars en að umferð á höfuðvegum aukist umtalsvert á næstu árum. Einungis hluti tekna ríkissjóðs af ökutækjum rennur til Vegagerðarinnar sem annast rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Í tilviki Hvalfjarðarganga hafa hins vegar allir fjármunir sem notendur ganganna hafa innt af hendi runnið í fjármögnun ganganna. Til þess var leikurinn gerður. Framkvæmdir í vegakerfinu eru hins vegar fjármagnaðar af almennum skatttekjum ólíkt því sem áður var. Við ríkisvæðum okkur ekki út úr áskorunum framtíðar. Margar brýnar og kostnaðarsamar framkvæmdir verða ekki fjármagnaðar af almennu ríkisfé á næstu árum. Innviðir munu áfram gjalda fyrir hræðslu stjórnmálamanna við að nýta markaðsöflin og allir tapa. Mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis, menntunar og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið, munu knýja á um hlutdeild í hugsanlegum auknum tekjum ríkissjóðs á komandi árum. Kröfur á ríkissjóð til góðra verka vaxa frá ári til árs. Grunnhugsunin við einkaframkvæmd er að skapa aukinn hvata fyrir framkvæmdaaðila til að skila af sér fullbúnu verki, með lágmarkstilkostnaði og með tilliti til þess að viðhaldskostnaði sé haldið í lágmarki á rekstrartímanum. Hagræði næst fram með því að tvinna saman hagsmuni framkvæmda- og rekstraraðilans. Kostnaður við rekstur vegarins fellur á rekstraraðilana á samningstímanum öfugt við hefðbundnar vegaframkvæmdir, þar sem framkvæmdaaðili er jafnan laus flestra mála við afhendingu.Gerum kröfur Heppilegt fyrirkomulag við einkaframkvæmdir er að útgjöldum vegna framkvæmdar er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður í upphafi eins og annars er gert. Einkaaðilar geta að jafnaði tryggt sér hagstæðari lánakjör í gegnum einkaframkvæmd en ella, þar sem lánveitandi er í raun að lána einkaaðila út á veð í fyrirfram ákveðnu fjárstreymi. Þannig fjármagnaði Spölur Hvalfjarðargöng án ríkisábyrgðar, öfugt við það sem oft er haldið fram í almennri umræðu. Betur má ef duga skal, einkaframkvæmd er kall og svar tímans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Hvalfjarðargöng eru mjög vel heppnuð einkaframkvæmd. Lærdómurinn er sá að það á að nýta markaðslausnir við uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Nýlegar fréttir herma að Spölur muni hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng í sumar. Um svipað leyti mun fyrirtækið afhenda ríkinu göngin til eignar. Þá verða liðin 20 ár frá opnun þeirra. Rekstur ganganna gekk vonum framar og allt stóðst sem að var stefnt. Brýn uppbygging vegakerfisins mun hins vegar ekki verða að veruleika á næstu árum nema til komi ný hugsun og nýjar fjármögnunarleiðir. Sporin heilla í þeim efnum. Því ber að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og reksturs vegakerfisins eins og gert var með Hvalfjarðargöngum.Meiri einkaframkvæmd Gerð og rekstur Hvalfjarðarganga er dæmi um velheppnaða einkaframkvæmd í samgöngum. Samið var við einkafyrirtækið Spöl um gerð, rekstur og fjármögnun ganganna á grundvelli verkáætlunar þar sem gert var ráð fyrir að veggjöld myndu greiða framkvæmda- og rekstrarkostnað á 20 árum. Umferðin hefur verið mun meiri heldur en gert var ráð fyrir en á móti hefur veggjaldið lækkað jafnt og þétt samanborið við verðlag. Í upphafi var gert ráð fyrir að hluti ökumanna kysi að fara fyrir Hvalfjörð. Sú hefur ekki verið raunin. Þeir sem fara fyrir Hvalfjörð gera það sér til yndisauka en ekki af sparnaðarástæðum. Um 7.000 bílar aka á degi hverjum um Hvalfjarðargöng á ári að meðaltali og sú tala fer yfir sumartímann í hátt í 10 þúsund bíla.Rétt forgangsröðun Fátt bendir til annars en að umferð á höfuðvegum aukist umtalsvert á næstu árum. Einungis hluti tekna ríkissjóðs af ökutækjum rennur til Vegagerðarinnar sem annast rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Í tilviki Hvalfjarðarganga hafa hins vegar allir fjármunir sem notendur ganganna hafa innt af hendi runnið í fjármögnun ganganna. Til þess var leikurinn gerður. Framkvæmdir í vegakerfinu eru hins vegar fjármagnaðar af almennum skatttekjum ólíkt því sem áður var. Við ríkisvæðum okkur ekki út úr áskorunum framtíðar. Margar brýnar og kostnaðarsamar framkvæmdir verða ekki fjármagnaðar af almennu ríkisfé á næstu árum. Innviðir munu áfram gjalda fyrir hræðslu stjórnmálamanna við að nýta markaðsöflin og allir tapa. Mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis, menntunar og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið, munu knýja á um hlutdeild í hugsanlegum auknum tekjum ríkissjóðs á komandi árum. Kröfur á ríkissjóð til góðra verka vaxa frá ári til árs. Grunnhugsunin við einkaframkvæmd er að skapa aukinn hvata fyrir framkvæmdaaðila til að skila af sér fullbúnu verki, með lágmarkstilkostnaði og með tilliti til þess að viðhaldskostnaði sé haldið í lágmarki á rekstrartímanum. Hagræði næst fram með því að tvinna saman hagsmuni framkvæmda- og rekstraraðilans. Kostnaður við rekstur vegarins fellur á rekstraraðilana á samningstímanum öfugt við hefðbundnar vegaframkvæmdir, þar sem framkvæmdaaðili er jafnan laus flestra mála við afhendingu.Gerum kröfur Heppilegt fyrirkomulag við einkaframkvæmdir er að útgjöldum vegna framkvæmdar er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður í upphafi eins og annars er gert. Einkaaðilar geta að jafnaði tryggt sér hagstæðari lánakjör í gegnum einkaframkvæmd en ella, þar sem lánveitandi er í raun að lána einkaaðila út á veð í fyrirfram ákveðnu fjárstreymi. Þannig fjármagnaði Spölur Hvalfjarðargöng án ríkisábyrgðar, öfugt við það sem oft er haldið fram í almennri umræðu. Betur má ef duga skal, einkaframkvæmd er kall og svar tímans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun