Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:45 Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig. Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig.
Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51