Frá ábyrgðarleysi til ábyrgðar Haukur Arnþórsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Krafa almennings um að stjórnmálamenn axli ábyrgð er afdráttarlaus og fólk virðist ekki sætta sig við að fyrstu skrefin í þá átt séu ekki tekin í landsréttarmálinu. Það mál gefur ríkisstjórninni gott tækifæri til þess að fara í þá átt - þá með yfirlýsingu um að það sé hluti af mótun nýrra hefða í stjórnmálum. Engu að síður er það svo að hafa má ákveðna samúð með Sigríði Andersen gagnvart kröfunni um að hún segi af sér og verði þannig einn af fyrstu stjórnmálamönnunum til þess að axla ábyrgð. Vegna þess að hún er sennilega fórnarlamb í málinu; alltaf hefur leikið grunur á að um ákvörðunina hafi verið samið á Alþingi af ríkisstjórnarmeirihlutanum. Á Alþingi er samið milli ríkisstjórnarflokkanna um mál sem koma eiga fram í þinginu í nafni ríkisstjórnarinnar og þarf í því ferli að taka tillit til vilja samstarfsflokkanna. Fullyrðinguna um að ákvörðunin hafi verið tekin af meirihlutanum á Alþingi má m.a. rökstyðja með því að Viðreisn kom strax eftir að tillaga dómnefndarinnar kom fram með að ekki væri gætt jafnræðis milli kynjanna. Tillagan gerði ráð fyrir 10 körlum og 5 konum. Við þessu var orðið og með ákvörðun dómsmálaráðherra urðu 8 karlar og 7 konur dómarar. Munum að helsta vörn ríkislögmanns í málinu var að ákvörðunin hefði verið tekin af löggjafanum, um hans störf gilda fáar reglur og stjórnsýslulög ekki. Á þessi sjónarmið féllst Hæstiréttur ekki og gerði framkvæmdarvaldið (ráðherrann) ábyrgan. Þess vegna gilda stjórnsýslulög og fyrir hendi gæti verið bæði bótaréttur og skaðabótaréttur – sem væri ekki ef Alþingi bæri ábyrgðina. Það er skiljanlega erfitt fyrir Sigríði að víkja vegna ákvörðunar sem hún hélt jafnvel að hún tæki ekki. Og það er ekki víst að þingmenn Viðreisnar myndu samþykkja vantraust á hana vegna þessa máls ef tillaga um það kæmi fram á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Haukur Arnþórsson Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Krafa almennings um að stjórnmálamenn axli ábyrgð er afdráttarlaus og fólk virðist ekki sætta sig við að fyrstu skrefin í þá átt séu ekki tekin í landsréttarmálinu. Það mál gefur ríkisstjórninni gott tækifæri til þess að fara í þá átt - þá með yfirlýsingu um að það sé hluti af mótun nýrra hefða í stjórnmálum. Engu að síður er það svo að hafa má ákveðna samúð með Sigríði Andersen gagnvart kröfunni um að hún segi af sér og verði þannig einn af fyrstu stjórnmálamönnunum til þess að axla ábyrgð. Vegna þess að hún er sennilega fórnarlamb í málinu; alltaf hefur leikið grunur á að um ákvörðunina hafi verið samið á Alþingi af ríkisstjórnarmeirihlutanum. Á Alþingi er samið milli ríkisstjórnarflokkanna um mál sem koma eiga fram í þinginu í nafni ríkisstjórnarinnar og þarf í því ferli að taka tillit til vilja samstarfsflokkanna. Fullyrðinguna um að ákvörðunin hafi verið tekin af meirihlutanum á Alþingi má m.a. rökstyðja með því að Viðreisn kom strax eftir að tillaga dómnefndarinnar kom fram með að ekki væri gætt jafnræðis milli kynjanna. Tillagan gerði ráð fyrir 10 körlum og 5 konum. Við þessu var orðið og með ákvörðun dómsmálaráðherra urðu 8 karlar og 7 konur dómarar. Munum að helsta vörn ríkislögmanns í málinu var að ákvörðunin hefði verið tekin af löggjafanum, um hans störf gilda fáar reglur og stjórnsýslulög ekki. Á þessi sjónarmið féllst Hæstiréttur ekki og gerði framkvæmdarvaldið (ráðherrann) ábyrgan. Þess vegna gilda stjórnsýslulög og fyrir hendi gæti verið bæði bótaréttur og skaðabótaréttur – sem væri ekki ef Alþingi bæri ábyrgðina. Það er skiljanlega erfitt fyrir Sigríði að víkja vegna ákvörðunar sem hún hélt jafnvel að hún tæki ekki. Og það er ekki víst að þingmenn Viðreisnar myndu samþykkja vantraust á hana vegna þessa máls ef tillaga um það kæmi fram á Alþingi.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar