Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 23:01 Lögmenn Trump eru sagðir vilja koma því þannig fyrir að forsetinn þurfi aðeins að svara hluta spurninga Mueller (t.h.) í persónu. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ætlar að reyna að ræða við Donald Trump forseta á næstu vikum um ákvarðanir hans um að reka forstjóra alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá þessu í kvöld. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn Mueller hafi gefið það til kynna við starfsmenn Hvíta hússins að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á brottrekstrum James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump og hvernig þeir komu til. Einnig eru rannsakendurnir sagðir áhugasamir um stormasamt samband Trump við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, sem hann hefur ítrekað gagnrýnt opinberlega. Rannsakendurnir vilji komast að því hvort að einhvers konar mynstur hafi verið í hegðun forsetans. Allt þetta þykir benda til þess að Mueller og starfsmenn hans beini nú sjónum sínum sérstaklega að því hvort að Trump eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða draga úr henni tennurnar á annan hátt.Trump lýsti meðal annars við Comey þeirri ósk sinni að hann gæti látið rannsóknina á Michael Flynn niður falla í fyrra.Vísir/AFPÓttast um Trump ef hann þarf að mæta MuellerLögmenn Trump eru sagðir hafa lagt drög að tilboði til Mueller um að Trump svari sumum spurningum beint í viðtali en leggi fram skrifleg svör við öðrum. Washington Post segir að sumir vinir og ráðgjafar Trump óttist afleiðingarnar ef hann þarf að ræða beint við Mueller og rannsakendur hans, meðal annars vegna þess hversu ónákvæmur forsetinn er í orðavali og hversu gjarn hann er að ýkja. Fyrr í dag greindi New York Times frá því að starfsmenn Mueller hefðu rætt ítarlega við Comey í fyrra og við Sessions í síðustu viku. Trump rak Comey í maí og sagði síðan að ástæðan hefði verið rannsókn FBI á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Í kjölfarið var Mueller falið að taka við rannsókninni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Flynn var rekinn eftir innan við mánuði í starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að á daginn kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Pence var ekki sá eini sem Flynn laug að. Hann játaði að hafa logið að FBI um samskiptin í desember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ætlar að reyna að ræða við Donald Trump forseta á næstu vikum um ákvarðanir hans um að reka forstjóra alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá þessu í kvöld. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn Mueller hafi gefið það til kynna við starfsmenn Hvíta hússins að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á brottrekstrum James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump og hvernig þeir komu til. Einnig eru rannsakendurnir sagðir áhugasamir um stormasamt samband Trump við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, sem hann hefur ítrekað gagnrýnt opinberlega. Rannsakendurnir vilji komast að því hvort að einhvers konar mynstur hafi verið í hegðun forsetans. Allt þetta þykir benda til þess að Mueller og starfsmenn hans beini nú sjónum sínum sérstaklega að því hvort að Trump eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða draga úr henni tennurnar á annan hátt.Trump lýsti meðal annars við Comey þeirri ósk sinni að hann gæti látið rannsóknina á Michael Flynn niður falla í fyrra.Vísir/AFPÓttast um Trump ef hann þarf að mæta MuellerLögmenn Trump eru sagðir hafa lagt drög að tilboði til Mueller um að Trump svari sumum spurningum beint í viðtali en leggi fram skrifleg svör við öðrum. Washington Post segir að sumir vinir og ráðgjafar Trump óttist afleiðingarnar ef hann þarf að ræða beint við Mueller og rannsakendur hans, meðal annars vegna þess hversu ónákvæmur forsetinn er í orðavali og hversu gjarn hann er að ýkja. Fyrr í dag greindi New York Times frá því að starfsmenn Mueller hefðu rætt ítarlega við Comey í fyrra og við Sessions í síðustu viku. Trump rak Comey í maí og sagði síðan að ástæðan hefði verið rannsókn FBI á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Í kjölfarið var Mueller falið að taka við rannsókninni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Flynn var rekinn eftir innan við mánuði í starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að á daginn kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Pence var ekki sá eini sem Flynn laug að. Hann játaði að hafa logið að FBI um samskiptin í desember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45