Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2018 21:08 Gögnin sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir vörðuðu meðal annars upplýsingar um þá ráðgjafa sem ráðherra leitaði til vegna skipunar dómara við Landsrétt, bæði innan og utan dómsmálaráðuneytisins. vísir/vilhelm Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum RÚV en Tryggi segist í samtali við Vísi hafa óskað eftir gögnunum fyrst og fremst til að undirbúa sig fyrir fund með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þann 18. janúar síðastliðinn. Gögnin bárust umboðsmanni að morgni þess sama dags. „Þann 8. janúar þá sendi ég ráðherra bréf og bið um tilteknar upplýsingar til þess að undirbúa mig fyrir þennan fund og þá, eftir atvikum, ef einhver þau atriði eru þarna sem ég gæti talið tilefni til þess að skoða betur síðar að eigin frumkvæði,“ segir Tryggvi. Gögnin sem umboðsmaður óskaði eftir vörðuðu meðal annars upplýsingar um þá ráðgjafa sem ráðherra leitaði til vegna skipunar dómara við Landsrétt, bæði innan og utan dómsmálaráðuneytisins. Aðspurður kveðst Tryggvi að hann muni ekki aðhafast frekar í málinu á meðan það er til meðferðar á Alþingi. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins kannar nú verklag og ákvarðanir dómsmálaráðherra við skipun dómara við Landsrétt en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember að ráðherra hefði brotið lög með skipuninni. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum RÚV en Tryggi segist í samtali við Vísi hafa óskað eftir gögnunum fyrst og fremst til að undirbúa sig fyrir fund með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þann 18. janúar síðastliðinn. Gögnin bárust umboðsmanni að morgni þess sama dags. „Þann 8. janúar þá sendi ég ráðherra bréf og bið um tilteknar upplýsingar til þess að undirbúa mig fyrir þennan fund og þá, eftir atvikum, ef einhver þau atriði eru þarna sem ég gæti talið tilefni til þess að skoða betur síðar að eigin frumkvæði,“ segir Tryggvi. Gögnin sem umboðsmaður óskaði eftir vörðuðu meðal annars upplýsingar um þá ráðgjafa sem ráðherra leitaði til vegna skipunar dómara við Landsrétt, bæði innan og utan dómsmálaráðuneytisins. Aðspurður kveðst Tryggvi að hann muni ekki aðhafast frekar í málinu á meðan það er til meðferðar á Alþingi. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins kannar nú verklag og ákvarðanir dómsmálaráðherra við skipun dómara við Landsrétt en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember að ráðherra hefði brotið lög með skipuninni.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46