Skagamenn stútfylltu dansgólfið á þorrablóti Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2018 14:45 Rosaleg stemning á Akranesi um helgina. myndir/skagafréttir Skagamenn skemmtu sér frábærlega á laugardagskvöld, en þá var þorrinn blótaður á Akranesi. Sóli Hólm stýrði gleðinni og náði frá fyrstu mínútu upp frábærri stemmningu sem hélst langt fram eftir nóttu. Ríflega 600 manns voru á staðnum. Matur var framreiddur af veitingahúsinu Galito á Akranesi og var mikil ánægja með hann eins og fyrri ár. Skagamaður ársins sem valin af Akraneskaupstað var að þessu sinni Sigurður Elvar Þórólfsson ritstjóri Skagafrétta og útbreiðslustjóri hjá Golfsambandi Íslands. Skagafréttir er fjölskylduverkefni sem Sigurður Elvar stýrir ásamt foreldrum sínum, systkinum, frændfólki og börnum. Sigurður Elvar hefur lagt mikinn metnað og alúð í uppbyggingu vefsins og hafa þau tileinkað sér starfshætti þar sem þau nálgast hlutina með öðrum hætti, ýta undir það jákvæða og fjalla um þau atriði sem myndu e.t.v. ekki ná til annarra fjölmiðla. Stúttfullt dansgólf Árgangur ´77 sá um Skagaskaupið sem er annáll síðasta árs fyrir Akranes. Fengu þar margir Skagamenn að finna fyrir beittu gríni. Fiðlusveitin Slitnir Strengir var með stórkostlegt tónlistaratriði og mætti einnig leiklistarklúbbur FVA með kraftmikið lag en þau frumsýna söngleikinn „Með allt á hreinu“ 10. mars. Helgi Björnsson og Sigga Beinteins stútfylltu dansgólfið og nutu stuðnings hljómsveitarinnar Bland sem sáu um ballið fram eftir nóttu. Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndir Þorrablótsins voru teknar af Skagafréttum en myndir má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Þorrablót Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Skagamenn skemmtu sér frábærlega á laugardagskvöld, en þá var þorrinn blótaður á Akranesi. Sóli Hólm stýrði gleðinni og náði frá fyrstu mínútu upp frábærri stemmningu sem hélst langt fram eftir nóttu. Ríflega 600 manns voru á staðnum. Matur var framreiddur af veitingahúsinu Galito á Akranesi og var mikil ánægja með hann eins og fyrri ár. Skagamaður ársins sem valin af Akraneskaupstað var að þessu sinni Sigurður Elvar Þórólfsson ritstjóri Skagafrétta og útbreiðslustjóri hjá Golfsambandi Íslands. Skagafréttir er fjölskylduverkefni sem Sigurður Elvar stýrir ásamt foreldrum sínum, systkinum, frændfólki og börnum. Sigurður Elvar hefur lagt mikinn metnað og alúð í uppbyggingu vefsins og hafa þau tileinkað sér starfshætti þar sem þau nálgast hlutina með öðrum hætti, ýta undir það jákvæða og fjalla um þau atriði sem myndu e.t.v. ekki ná til annarra fjölmiðla. Stúttfullt dansgólf Árgangur ´77 sá um Skagaskaupið sem er annáll síðasta árs fyrir Akranes. Fengu þar margir Skagamenn að finna fyrir beittu gríni. Fiðlusveitin Slitnir Strengir var með stórkostlegt tónlistaratriði og mætti einnig leiklistarklúbbur FVA með kraftmikið lag en þau frumsýna söngleikinn „Með allt á hreinu“ 10. mars. Helgi Björnsson og Sigga Beinteins stútfylltu dansgólfið og nutu stuðnings hljómsveitarinnar Bland sem sáu um ballið fram eftir nóttu. Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndir Þorrablótsins voru teknar af Skagafréttum en myndir má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Þorrablót Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira