Saksóknarar í Danmörku hafa opinberað ákæruna á hendur danska uppfinningamanninum Peter Madsen sem grunaður er um morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.
Í frétt DR kemur fram að í ákærunni segi að Madsen hafi beitt Wall ofbeldi og svo ráðið henni bana. Saksóknarar meina að Madsen hafi jafnframt bundið hana fasta í kafbátnum.
Madsen á að hafa skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. Á morðið að hafa átt sér stað einhvern tímann á bilinu 22 að kvöldi 10. ágúst síðastliðinn til 10 að morgni 11. ágúst.
Vanvirti lík Wall
Madsen er ákærður fyrir drápið á Kim Wall, að vanvirða lík hennar með því að búta það niður og binda líkamspartana við járnrör og koma þeim þannig fyrir á hafsbotni. Þá er hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, en hann á samkvæmt ákæruvaldinu að hafa stungið Wall ítrekað í grindarholið.
Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl.
Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn.
Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap

Tengdar fréttir

Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi
Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd.

Viðurkennir að hafa sundurlimað lík Wall en segir kolmónoxíðeitrun banameinið
Peter Madsen breytir frásögn sinni.

Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni
Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi.

Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen
Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana.