Vill draga úr umsvifum lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi Höskuldur Kári Schram skrifar 22. janúar 2018 18:45 Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar. Efnahagsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar.
Efnahagsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira