Símsvari Hvíta hússins veldur usla Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 14:00 Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Vísir/Getty Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þegar íbúar Bandaríkjanna hringdu í Hvíta húsið um helgina heyrðu þeir í símsvara sem sakaði þingmenn Demókrataflokksins um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda og að ógna öryggi Bandaríkjanna. Skilaboðin hafa verið harðlega gagnrýnd og jafnvel sögð vera ólögleg. Skilaboðin hljóma svo: „Takk fyrir að hringja í Hvíta húsið. Því miður getum við ekki svarað þér í dag þar sem þingmenn Demókrata helda fjármögnun til stjórnvalda, og þar á meðal fjármögnun til hermanna okkar og annarra mála sem snúa að þjóðaröryggi, í gíslingu vegna ótengdrar umræðu um innflytjendur. Vegna þessarar hindrunar er ríkisstjórnin ekki starfandi. Í millitíðinni getur þú skilið eftir skilaboð til forsetans á www.whitehouse.gov/contact. Við hlökkum til að taka við símtölum frá þér um leið og stjórnvöld taka aftur til starfa.“@jaketapper I didn't believe it. So I called. @WhiteHouse comment line recording pic.twitter.com/WxlS9PUrd0 — Favian Quezada (@FavianQuezada) January 20, 2018 Þingmönnum Bandaríkjanna hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi stjórnvalda þar og snúa deilur þingmanna að fjármögnun til byggingar Veggsins umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og lagaramma sem tryggir veru um 700 þúsund einstaklinga sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna af foreldrum sínum í Bandaríkjunum. Repúblikanar segja að ekki komi til greina að semja um innflytjendamálin fyrr en starfsemi stjórnvalda hefur verið tryggð. Demókratar segja ekki koma til greina að sem tryggja starfsemi stjórnvalda fyrr en búið er að semja um innflytjendamálin. 60 atkvæði í öldungadeildinni þarf til að samþykkja fjárlög til langs tíma. Þegar kosið var um málið á föstudaginn greiddu hins vegar einungis 50 með tillögunni. Þar á meðal voru nokkrir Demókratar og kusu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gegn því. Stöðvun stjórnvalda snýr þó ekki að hernum og ýmsum öryggisstofnunum. Hermenn vinna áfram vinnu sína þar til deilurnar verða leystar og hið sama má segja um lögregluþjóna og flesta starfsmenn Alríkislögreglunnar.Fleiri á því að Repúblikönum sé um að kennaMiðað við könnun Politico telja fleiri Bandaríkjamenn að Repúblikönum, sem stjórna báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu, sé um að kenna. 41 prósent svarenda sögðu Repúblikönum um að kenna og 36 prósent sögðu Demókrötum um að kenna. Kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að kenna Repúblikönum um og öfugt, en fleiri óháðir kenndu Repúblikönum um en öfugt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira