Gott að narta í súra hrútspunga eftir æfingu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2018 10:00 Geir Gunnar næringarfræðingur segir þorramatinn betri kost en amerískan skyndibita. Hollustugildið sé töluvert ef hófs er gætt. Visir/Hanna Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“ Þorrablót Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira
Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“
Þorrablót Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira