Kæri námsmaður, heldur þú að LÍN leggi þér lið? Sandra Silfá Ragnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Grunnframfærsla LÍN fyrir einstakling í leiguhúsnæði er 177.107 krónur á mánuði. Á meðan eru lágmarkslaun 280.000 krónur og grunnatvinnuleysisbætur 227.417 krónur á mánuði. Ég get ekki séð hvernig það er ódýrara fyrir námsmenn að lifa heldur en fólk á atvinnuleysisbótum eða lágmarkslaunum. Grunnframfærsla námsmanna er reiknuð út frá leigunni á Stúdentagörðum, en það eru bara alls ekki allir námsmenn svo heppnir að fá húsnæði á Stúdentagörðum. Námsmenn fá svo 92% af þeirri grunnframfærslu sem reiknuð er. Svo skulum við ekki gleyma því að frítekjumark LÍN er 930.000 krónur á ári fyrir skatt. Einungis 9 mánuðir eru lánshæfir svo námsmenn verða að vinna 3 mánuði á ári. Hverjar 100 krónur sem þú vinnur þér inn umfram 930.000 krónur skerða lánið um 45 krónur. Fyrir árið 2014 mátti námsmaður sem var að koma úr námshléi eða af vinnumarkaði fimmfalda frítekjumarkið. Árið 2014 var því breytt og síðan þá hefur einungis mátt þrefalda frítekjumarkið. Tökum sem dæmi námsmann sem er að koma af vinnumarkaði og er að hefja sitt háskólanám. Frá janúar og út ágúst hefur þessi tiltekni námsmaður unnið fulla vinnu og gott betur en það, vitandi það að námslánin eru lág og ætlað að reyna að safna smá inn á reikninginn áður en skólagangan hefst á ný. Þessa 8 mánuði er einstaklingurinn búinn að þurfa að borga leigu á almennum leigumarkaði og lifa á meðan. Eftir 8 mánaða vinnu er einstaklingurinn kominn yfir þreföldun frítekjumarksins, 2.790.000 krónur fyrir skatt. Námsmaðurinn sest svo á skólabekk í september spenntur fyrir náminu og ætlar að standa sig vel. Hann sækir um lán hjá LÍN, tekur að sér einhverjar vaktir til þess að reyna að fá smá aukapening, átti hugsanlega smá sparnað eftir til þess að bæta upp lága framfærslu námsmannsins. En svo kemur skellurinn. Þessi nýi námsmaður hafði unnið svo mikið þetta ár að hann fær ekki krónu frá LÍN. Námsmaðurinn hefur ekki efni á því að vera á almennum leigumarkaði lengur, er á biðlista hjá Stúdentagörðum og þarf að flytja til foreldra sinna sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu. Námsmaðurinn reynir því að taka allar aukavaktir sem honum bjóðast til þess að eiga fyrir bensínkostnaði til þess að keyra í skólann og geta borðað. Það er erfitt að vinna með 100% námi en hann er duglegur og tekst að ná öllum sínum 30 einingum og lifa af. Janúar hefst og þá er spariféð búið. Námsmaðurinn reynir að fá framfærslu hjá LÍN en það er sama svarið, hann hafði unnið of mikið árið sem skólagangan hófst. Vítahringurinn er hafinn. Námsmaðurinn þarf að fara aftur í fulla vinnu með fullu námi, til þess að geta framfleytt sér. Þegar vinnan er orðin 40 tímar á viku gefst ekki mikill tími til þess að sinna náminu, námsmaðurinn missir af tímum, verkefnaskilum og svo skellur prófatíðin á. Námsmaðurinn reynir að ná vorprófunum en hafði einfaldlega misst af of mörgum tímum á önninni til þess að vera með allt á hreinu, vegna vinnu. Námsmaðurinn fellur. Námsmaðurinn hefur þá unnið alla önnina og þarf að vinna yfir sumarmánuðina, líkurnar eru ekki með honum að fá lán þegar næsta önn hefst. Námsmaðurinn er kominn í vítahring.Er þetta kerfi virkilega hvetjandi fyrir námsmenn?Ég er ein af þessum heppnu sem býr á Stúdentagörðum: ein af 9% stúdenta á Íslandi. Leigan þar er um það bil 102.000 krónur á mánuði, þar sem ég er einstaklingur í stúdíóíbúð. Húsaleigubæturnar hjálpa vissulega, 31.000 krónur á mánuði. Þá fara 71.000 krónur af 177.107 krónum í húsaleigu, á ódýrasta leigumarkaðnum sem býðst sem námsmaður. Það gera 40% af ráðstöfunartekjum mínum. Samkvæmt viðmiðum Eurostat, sem stofnanir eins og Hagstofan notast við, flokkast það sem „verulega íþyngjandi húsnæðiskostnaður“. Þetta eru skilaboðin frá yfirvöldum. Ég vona þá kæri námsmaður, að þú vinnir ekki með námi og vinnir ekki fyrir meira en 310.000 krónur á mánuði fyrir skatt yfir sumarmánuðina þrjá. Þú skalt því lifa á 100.000 krónum, sem fara líklega í mat og bensín, eða almenningssamgöngur. Þú skalt ekki leyfa þér neitt, ekki einn bjór á barnum, ekki bíó einu sinni í mánuði. Ekki einu sinni láta þig dreyma um að komast í utanlandsferð næstu árin. Ef þér býðst góð sumarvinna með launum yfir 310.000 krónum á mánuði, mundu þá að námslánin skerðast. Ég skora á háttvirtan mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur til þess að fara í þessi mál strax. Hækkun frítekjumarks og endurreikning grunnframfærslu hefði átt að gerast fyrir mörgum árum. Fimmföldun frítekjumarks á að vera í boði fyrir stúdenta sem eru að koma úr námshléi og skerðingin á að vera lægri. Við stúdentar höfum fengið nóg. Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku í SHÍ.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00 Stóra samhengið Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. 1. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Grunnframfærsla LÍN fyrir einstakling í leiguhúsnæði er 177.107 krónur á mánuði. Á meðan eru lágmarkslaun 280.000 krónur og grunnatvinnuleysisbætur 227.417 krónur á mánuði. Ég get ekki séð hvernig það er ódýrara fyrir námsmenn að lifa heldur en fólk á atvinnuleysisbótum eða lágmarkslaunum. Grunnframfærsla námsmanna er reiknuð út frá leigunni á Stúdentagörðum, en það eru bara alls ekki allir námsmenn svo heppnir að fá húsnæði á Stúdentagörðum. Námsmenn fá svo 92% af þeirri grunnframfærslu sem reiknuð er. Svo skulum við ekki gleyma því að frítekjumark LÍN er 930.000 krónur á ári fyrir skatt. Einungis 9 mánuðir eru lánshæfir svo námsmenn verða að vinna 3 mánuði á ári. Hverjar 100 krónur sem þú vinnur þér inn umfram 930.000 krónur skerða lánið um 45 krónur. Fyrir árið 2014 mátti námsmaður sem var að koma úr námshléi eða af vinnumarkaði fimmfalda frítekjumarkið. Árið 2014 var því breytt og síðan þá hefur einungis mátt þrefalda frítekjumarkið. Tökum sem dæmi námsmann sem er að koma af vinnumarkaði og er að hefja sitt háskólanám. Frá janúar og út ágúst hefur þessi tiltekni námsmaður unnið fulla vinnu og gott betur en það, vitandi það að námslánin eru lág og ætlað að reyna að safna smá inn á reikninginn áður en skólagangan hefst á ný. Þessa 8 mánuði er einstaklingurinn búinn að þurfa að borga leigu á almennum leigumarkaði og lifa á meðan. Eftir 8 mánaða vinnu er einstaklingurinn kominn yfir þreföldun frítekjumarksins, 2.790.000 krónur fyrir skatt. Námsmaðurinn sest svo á skólabekk í september spenntur fyrir náminu og ætlar að standa sig vel. Hann sækir um lán hjá LÍN, tekur að sér einhverjar vaktir til þess að reyna að fá smá aukapening, átti hugsanlega smá sparnað eftir til þess að bæta upp lága framfærslu námsmannsins. En svo kemur skellurinn. Þessi nýi námsmaður hafði unnið svo mikið þetta ár að hann fær ekki krónu frá LÍN. Námsmaðurinn hefur ekki efni á því að vera á almennum leigumarkaði lengur, er á biðlista hjá Stúdentagörðum og þarf að flytja til foreldra sinna sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu. Námsmaðurinn reynir því að taka allar aukavaktir sem honum bjóðast til þess að eiga fyrir bensínkostnaði til þess að keyra í skólann og geta borðað. Það er erfitt að vinna með 100% námi en hann er duglegur og tekst að ná öllum sínum 30 einingum og lifa af. Janúar hefst og þá er spariféð búið. Námsmaðurinn reynir að fá framfærslu hjá LÍN en það er sama svarið, hann hafði unnið of mikið árið sem skólagangan hófst. Vítahringurinn er hafinn. Námsmaðurinn þarf að fara aftur í fulla vinnu með fullu námi, til þess að geta framfleytt sér. Þegar vinnan er orðin 40 tímar á viku gefst ekki mikill tími til þess að sinna náminu, námsmaðurinn missir af tímum, verkefnaskilum og svo skellur prófatíðin á. Námsmaðurinn reynir að ná vorprófunum en hafði einfaldlega misst af of mörgum tímum á önninni til þess að vera með allt á hreinu, vegna vinnu. Námsmaðurinn fellur. Námsmaðurinn hefur þá unnið alla önnina og þarf að vinna yfir sumarmánuðina, líkurnar eru ekki með honum að fá lán þegar næsta önn hefst. Námsmaðurinn er kominn í vítahring.Er þetta kerfi virkilega hvetjandi fyrir námsmenn?Ég er ein af þessum heppnu sem býr á Stúdentagörðum: ein af 9% stúdenta á Íslandi. Leigan þar er um það bil 102.000 krónur á mánuði, þar sem ég er einstaklingur í stúdíóíbúð. Húsaleigubæturnar hjálpa vissulega, 31.000 krónur á mánuði. Þá fara 71.000 krónur af 177.107 krónum í húsaleigu, á ódýrasta leigumarkaðnum sem býðst sem námsmaður. Það gera 40% af ráðstöfunartekjum mínum. Samkvæmt viðmiðum Eurostat, sem stofnanir eins og Hagstofan notast við, flokkast það sem „verulega íþyngjandi húsnæðiskostnaður“. Þetta eru skilaboðin frá yfirvöldum. Ég vona þá kæri námsmaður, að þú vinnir ekki með námi og vinnir ekki fyrir meira en 310.000 krónur á mánuði fyrir skatt yfir sumarmánuðina þrjá. Þú skalt því lifa á 100.000 krónum, sem fara líklega í mat og bensín, eða almenningssamgöngur. Þú skalt ekki leyfa þér neitt, ekki einn bjór á barnum, ekki bíó einu sinni í mánuði. Ekki einu sinni láta þig dreyma um að komast í utanlandsferð næstu árin. Ef þér býðst góð sumarvinna með launum yfir 310.000 krónum á mánuði, mundu þá að námslánin skerðast. Ég skora á háttvirtan mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur til þess að fara í þessi mál strax. Hækkun frítekjumarks og endurreikning grunnframfærslu hefði átt að gerast fyrir mörgum árum. Fimmföldun frítekjumarks á að vera í boði fyrir stúdenta sem eru að koma úr námshléi og skerðingin á að vera lægri. Við stúdentar höfum fengið nóg. Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku í SHÍ.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.“
Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00
Stóra samhengið Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. 1. febrúar 2018 08:00
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun