Stóra samhengið Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 08:00 Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. Könnun sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem fulltrúar nemenda í ráðinu stóðu fyrir í haust, sýndi sömuleiðis að aðeins 10% svarenda vissu hvaða úrræði stæðu þeim til boða innan háskólans. Fáir vita hvaða úrræði eru til staðar innan háskólanna, lítil fræðsla hefur staðið háskólanemendum til boða um geðheilbrigði og ofan á allt er hinni „rómantísku staðalímynd“ haldið á lofti að það sé eðlilegt að vera fátækur námsmaður. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við það að vera í krefjandi námi, ná ekki endum saman og hafa hvorki efni á húsnæði né geðheilbrigðisþjónustu. Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf? Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag. Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. Könnun sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem fulltrúar nemenda í ráðinu stóðu fyrir í haust, sýndi sömuleiðis að aðeins 10% svarenda vissu hvaða úrræði stæðu þeim til boða innan háskólans. Fáir vita hvaða úrræði eru til staðar innan háskólanna, lítil fræðsla hefur staðið háskólanemendum til boða um geðheilbrigði og ofan á allt er hinni „rómantísku staðalímynd“ haldið á lofti að það sé eðlilegt að vera fátækur námsmaður. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við það að vera í krefjandi námi, ná ekki endum saman og hafa hvorki efni á húsnæði né geðheilbrigðisþjónustu. Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf? Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag. Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun