Telur sig vita um tíu brotaþola starfsmanns Barnaverndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2018 19:45 Sævar Þór Jónsson er gagnrýninn á það hvernig lögreglan hefur farið með málið. Vísir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“ Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15