Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2018 14:27 86 var sagt upp störfum hjá Odda fyrr í dag. Vísir/GVA „Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
„Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent