Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2018 13:46 Sigríður Á. Andersen segir sjálfsagt að lögregla fái tækifæri til að skoða málið. VÍSIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls þar sem maður er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. Maðurinn starfar hjá Barnavernd Reykjavíkur og var kæra lögð fram í ágúst síðastliðnum. Yfirmönnum mannsins var ekki tilkynnt um kæruna fyrr en í janúar á þessu ári. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ég heyri að lögreglan er að svara fyrir þetta. Það er sjálfsagt að hún fái tækifæri til að skoða málin hjá sér. Lögreglan viðurkennir að það þurfi að kafa ofan í ferlið, það kunni að vera einhver pottur brotinn,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist harma ef mistök hafi verið gerð við rannsókn málsins en að alls séu átta starfsmenn í deildinni, þar af sex rannsóknarlögreglumenn með rúmlega 150 mál til rannsóknar. Sigríður segist ekki gefa mikið fyrir slíkar útskýringar. „Ég tel ekki að það geti útskýrt einhverskonar brotalöm í ferlinu á þessu máli. Mögulega að menn hafi ekki hafið rannsókn nógu fljótt og þá tel ég ekki að þetta geti verið skýringin,“ segir Sigríður.Brot gegn börnum eigi að vera í forgangi „Þessi mál eiga auðvitað að vera í forgang hjá lögreglunni, ef um er að ræða brot gegn börnum. Lögreglan veit það alveg og ég veit ekki betur en að hún hafi forgangsraðað þessum málum. þetta er ekki útskýring sem ég myndi sætta mig við.“ Brot mannsins gegn piltinum eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010 eð a þegar drengurinn var á aldrinum átta til fjórtán ára. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls þar sem maður er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. Maðurinn starfar hjá Barnavernd Reykjavíkur og var kæra lögð fram í ágúst síðastliðnum. Yfirmönnum mannsins var ekki tilkynnt um kæruna fyrr en í janúar á þessu ári. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ég heyri að lögreglan er að svara fyrir þetta. Það er sjálfsagt að hún fái tækifæri til að skoða málin hjá sér. Lögreglan viðurkennir að það þurfi að kafa ofan í ferlið, það kunni að vera einhver pottur brotinn,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segist harma ef mistök hafi verið gerð við rannsókn málsins en að alls séu átta starfsmenn í deildinni, þar af sex rannsóknarlögreglumenn með rúmlega 150 mál til rannsóknar. Sigríður segist ekki gefa mikið fyrir slíkar útskýringar. „Ég tel ekki að það geti útskýrt einhverskonar brotalöm í ferlinu á þessu máli. Mögulega að menn hafi ekki hafið rannsókn nógu fljótt og þá tel ég ekki að þetta geti verið skýringin,“ segir Sigríður.Brot gegn börnum eigi að vera í forgangi „Þessi mál eiga auðvitað að vera í forgang hjá lögreglunni, ef um er að ræða brot gegn börnum. Lögreglan veit það alveg og ég veit ekki betur en að hún hafi forgangsraðað þessum málum. þetta er ekki útskýring sem ég myndi sætta mig við.“ Brot mannsins gegn piltinum eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010 eð a þegar drengurinn var á aldrinum átta til fjórtán ára. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15