Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Rannsókn á málinu hófst í janúar þessa árs en kæra barst í ágúst á síðasta ári. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi. Vísir/GVA Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30