„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 20:50 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. „Lögfræðingurinn úti á Spáni er að vinna í því að losa hana. En það hefur í raun ekkert annað gerst í dag því miður,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu á Íslandi, í samtali við Vísi. „Það er mjög sérstakt því ég sé ekki hvaða máli það skiptir lögreglu hvort hún sé á sjúkrahúsi a eða sjúkrahúsi b.“ Páll segist telja að lögreglan sé að beita þrýstingi á aðila með því að halda Sunnu á sama stað. „Það er kannski eitthvað sem við eigum erfiðara með að skilja, að það sé heimilt eða undir nokkrum kringumstæðum eðlilegt.“Engar fréttir að utan í dag Páll segist vita að utanríkisráðuneytið hafi að einhverju leyti beitt sér í máli Sunnu en segir það greinilega ekki nóg. „Ég fékk skilaboð frá Sunnu og móður hennar núna rétt um hálf sjö og þá sögðu þær að þær hefðu ekkert heyrt í dag. Þetta er alveg skelfilegt ástand,“ segir Páll. „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra eða einhver á því leveli sem þyrfti að svara fyrir þetta. Þetta er íslenskur ríkisborgari sem er fastur úti og fær ekki fullnægjandi aðstoð á sjúkrahúsi.“ Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og situr í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. „Lögfræðingurinn úti á Spáni er að vinna í því að losa hana. En það hefur í raun ekkert annað gerst í dag því miður,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu á Íslandi, í samtali við Vísi. „Það er mjög sérstakt því ég sé ekki hvaða máli það skiptir lögreglu hvort hún sé á sjúkrahúsi a eða sjúkrahúsi b.“ Páll segist telja að lögreglan sé að beita þrýstingi á aðila með því að halda Sunnu á sama stað. „Það er kannski eitthvað sem við eigum erfiðara með að skilja, að það sé heimilt eða undir nokkrum kringumstæðum eðlilegt.“Engar fréttir að utan í dag Páll segist vita að utanríkisráðuneytið hafi að einhverju leyti beitt sér í máli Sunnu en segir það greinilega ekki nóg. „Ég fékk skilaboð frá Sunnu og móður hennar núna rétt um hálf sjö og þá sögðu þær að þær hefðu ekkert heyrt í dag. Þetta er alveg skelfilegt ástand,“ segir Páll. „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra eða einhver á því leveli sem þyrfti að svara fyrir þetta. Þetta er íslenskur ríkisborgari sem er fastur úti og fær ekki fullnægjandi aðstoð á sjúkrahúsi.“ Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og situr í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands.
Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00
Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54