Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 10:42 Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að reyna að tryggja Donald Trump sigur. Vísir/AFP Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega. Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega.
Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira